is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara) Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17438

Titill: 
 • Í upphafi skal endinn skoða : sameining leik-, grunn- og tónlistarskóla
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Rannsóknin sem er viðfangsefni þessarar ritgerðar er tvíþætt. Í fyrsta lagi að kanna aðdraganda og undirbúning sameiningar leik-, grunn- og tónskóla og í öðru lagi að athuga hvernig sameiningin hefði tekist.
  Undirmarkmið var að kanna áhrif sameiningarinnar á stjórnun og menningu stofnananna svo og viðhorf til hennar. Um var að ræða eigindlega rannsókn. Tekin voru viðtöl við átta aðila, bæði stjórnendur skólans og sveitarstjórnarmenn og unnið úr skriflegum heimildum.
  Í kjölfar nýrra menntalaga sem tóku gildi vorið 2008 er heimild til að sameina undir eina stjórn leik-, grunn- og tónlistarskóla. Í kjölfar laga þessara hafa nokkur sveitarfélög sameinað þessar stofnanir. Oftar en ekki kemur frumkvæði slíkra sameininga frá sveitarstjórnum.
  Megintilgangur með sameiningu stofnana er fjárhagsleg hagræðing og efling á faglegu starfi. Niðurstöður benda til þess að í heild hafi aðilar verið sammála því að sameina skólastofnanirnar þrjár í eina stofnun. Í sameiningunni felast að þeirra mati ýmis samlegðaráhrif.
  Niðurstöðurnar leiða einnig í ljós að aðdraganda og undirbúningi sameiningarinnar hafi verið verulega ábótavant. Þetta voru allir viðmælendur sammála um. Verulega hafi skort á samráð og stefnumótun. Markmið sameiningarinnar hafi verið óljós og sýn á innra starf hinnar nýju skólastofnunar hafi ekki verið skýr. Hið formlega sameiningarferli tók stuttan tíma. Frá ákvarðanatöku og til framkvæmdar var of stuttur tími að mati viðmælenda. Þessi ferill hafði neikvæð áhrif á yfirstjórn hinnar nýju stofnunar og sátt náðist ekki í skólasamfélaginu um hana. Þetta hafði áhrif á allt innra starf stofnananna. Skoðanir sveitarstjórnarmanna og skólastjórnenda fara saman hvað þetta varðar.

Samþykkt: 
 • 6.3.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/17438


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Í upphafi skal endinn skoða.pdf677.78 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna