is Íslenska en English

Grein

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Rafræn tímarit >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17440

Titill: 
  • Lotukerfi í list- og verkgreinum : námsgreinin textílmennt
Útgáfa: 
  • Desember 2013
Útdráttur: 
  • Á undanförnum árum hefur þróast nýr ytri rammi fyrir list- og verkgreinar í íslensk-um grunnskólum. Margir þeirra kenna nú list- og verkgreinar í lotum og telja skóla-stjórnendur og textílkennarar að það skili nemendum betri námsframvindu en hefð-bundið annakerfi. Í þessari grein eru kynntar niðurstöður rannsóknar sem gerð var á lotukerfi í list- og verkgreinum í grunnskólum á Íslandi skólaárið 2010–2011. Til-gangur hennar var að skoða umfang lotukerfisins og hvaða forsendur lágu að baki þegar það var tekið upp. Meginmarkmið rannsóknarinnar var að kanna stöðu textíl-menntar í þessu tilliti og greina kosti og galla þess að kenna hana í lotum.
    Lotukerfi er rammi sem settur er utan um ákveðnar námsgreinar í grunnskólum landsins. Algengt er að list- og verkgreinum sé komið fyrir í lotum og þær kenndar þétt í ákveðinn tíma. Í hefðbundnu kerfi áður fyrr voru námsgreinar á borð við textílmennt, og hönnun- og smíði settar á stundatöflu einu sinni í viku yfir eina önn eða hálft skólaár. Í lotukerfi eru þessar greinar og fleiri kenndar þéttar eða í tvær til sex kennslustundir á viku í ákveðinn vikufjölda. Lotur geta verið mislangar og kennslustundafjöldi breytilegur eftir því. Í upphafi rannsóknarinnar voru allir grunn-skólar á Íslandi til skoðunar en svo var unnið áfram með þá skóla sem kenndu list- og verkgreinar í lotum. Þátttakendur í þeim hluta voru 66 skólastjórnendur og 47 textílkennarar. Rannsóknin leiddi í ljós að tæplega 40% grunnskóla á Íslandi kenna list- og verkgreinar að einhverju leyti í lotum. Niðurstöður gefa til kynna að lotu-kerfið hafi þróast jafnt og þétt í grunnskólum frá því um síðustu aldamót. Flestir skólar hafa tekið það upp til þess að þróa nýbreytni í skólastarfi og skapa rými fyrir fleiri námsgreinar. Almenn ánægja ríkir með lotukerfið og kostir þess þykja hafa meira vægi en ókostir.
    Meginniðurstöður eru þær að kerfið býður upp á skilvirkara og fjölbreyttara nám, bæði í textílmennt og öðrum greinum þar sem því er beitt. Kennarar og skóla-stjórnendur eru ánægðir með kerfið og þeir segja að nemendur séu líka ánægðir með það. Þrátt fyrir almenna ánægju þurfa textílkennarar að standa vörð um sína kennslugrein, vera á varðbergi gagnvart miklu álagi og of stórum nemendahópum, og gæta þess að nemendur fái þann fjölda kennslustunda sem námskrá segir til um. Niðurstöður má túlka á þann veg að lotukerfi í list- og verkgreinum sé bæði áhugaverð og gagnleg nýbreytni í skólastarfi og að þetta ytra skipulag á greina-sviðinu sé komið til að vera.

  • Útdráttur er á ensku

    New arrangements for arts and crafts such as block sheduling have been developed in compulsory schools in Iceland since the National Curriculum was re-vised in 1999. This paper was motivated by research material in my master’s in education, although its main trigger has been a debate among textile teachers on the pros and cons of teaching textile art in block scheduling. Block scheduling is a framework that is formed around certain subjects in compulsory schools, and has often been used for arts and crafts. In traditional scheduling systems, subjects such as textile art, and design and craft were taught once a week over a semester or half a school year. On the other hand, in block scheduling, the subject is scheduled perhaps twice a week for a certain number of weeks. Different subjects can differ in length, and teaching hours can vary accordingly. This article reports on block scheduling in arts and crafts in 66 compulsory schools in Iceland during the school year 2010–2011. The purpose was to view the extent to which this system is being used and the reasons for its implementation. The main goal of the research was to assess the advantages and disadvantages of teaching textiles arts in a block, by establishing what principals and textile teachers felt about using such scheduling. Participants in the research were 66 principals and textile teachers in compulsory schools where arts and crafts subjects are taught in blocks. Collection of data started in April and was finished in June 2011. All principals answered a short list of questions by telephone. Textile teachers at these schools were then asked to answer a questionnaire sent by e-mail. In all, 47 teachers from 66 schools answered the questionnaire and three of them were interviewed in detail. The research findings show that nearly 40% of compulsory schools in Iceland teach arts and crafts subjects in blocks to some extent. The conclusions indicate that block scheduling has been developing gradually but steadily since the turn of the century, and most compulsory schools have started teaching it this way in order to encourage student innovation, as well as to make way for other subjects. The investigation looked at the following questions: Why was block scheduling in arts and crafts introduced in Icelandic schools?  What are the main benefits of teaching arts and crafts and the subject textiles in block scheduling? What are the main disadvantages of teaching arts and crafts and the subject textiles in block scheduling? Teachers and principals are in general content with block scheduling, and its advantages seem to outweigh the disadvantages. The main conclusions are that the system offers more effective and diverse textile learning opportunities, which please both teachers and pupils. Despite this general satisfaction, textile teachers must be on guard against ending up with a heavy workload involving teaching a large number of pupils per class, and should ensure that pupils receive a sufficient number of lessons, as specified in the curriculum. The conclusions are that block scheduling of arts and crafts in compulsory schools is interesting and innovative in general, and is here to stay. Moreover, textiles as a subject has a widespread support, and most textile teachers consider the subject as one of both arts and crafts.

Birtist í: 
  • Netla
ISSN: 
  • 1670-0244
Samþykkt: 
  • 7.3.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17440


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
001.pdf449.25 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna