is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17443

Titill: 
  • Allir skjálfa sálar minnar silfur strengir : útfærsla skólaþróunarverkefnisins Menningarfáni Reykjavíkur í Dalskóla og hlutverk skólastjórans í því samhengi
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Á 21. öldinni er kallað hástöfum eftir skapandi forystu, leiðtogum sem eru tilbúnir til þess að vera skapandi á vettvangi starfs síns og skapa grundvöll fyrir aðra til að vera skapandi. Þetta ákall á við í öllum geirum og er skólasamfélagið þar síst undanskilið. Skólaþróunarverkefnið Menningarfáni Reykjavíkur er leið til að skapa umgjörð utan um starf leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila. Í sameiningu er þar unnið að framúrskarandi menningar- og listfræðslustarfi í samvinnu við lista- og menningarstofnanir og geta þessar skólaeiningar í því samhengi kallað sig menningarskóla.
    Þessi rannsókn skoðar útfærslu Menningarfánans í Dalskóla og hlutverk skólastjórans í því samhengi, en meginmarkmiðið er að draga lærdóm af reynslu skólans af fánanum. Tilgangurinn er að varpa upp mynd af framúrskarandi list- og menningarfræðslu, á sama tíma og festur er fingur á vankanta fánans og settar fram tillögur um hvernig sníða megi þá af. Niðurstöðum er ætlað að byggja frekar undir markmið fánans og menningarstefnu Reykjavíkurborgar, því leiðarljósi er snýr að börnum og menningaruppeldi. Rannsóknin er eigindleg og byggir á skjalarýni, vettvangsathugun og viðtölum við sex einstaklinga í Dalskóla: skólastjóra, tvo aðstoðarskólastjóra, fráfarandi deildarstjóra listastarfs og tónmenntakennara auk tveggja myndlistakennara.
    Helstu niðurstöður eru þær að menningar- og listfræðsla er grundvöllur alls starfs í Dalskóla. Hún er útfærð á öllum sviðum skólans, svo sem í samstarfi milli nemenda og kennara, í námi og kennslu, og símenntun starfsmanna. Menningar- og listtengdar áherslur eru auðsýnilegar í Dalskóla, þar hefur verið þróuð menningarstefna auk þess sem skólinn á í virku samstarfi við menningar- og listastofnanir, listhópa og listamenn. Þegar hlutverk skólastjórans er skoðað má draga þá ályktun að hann hafi leitt starfsfólk, nemendur og foreldra skólans í átt að frumlegu markmiði, leið sem var ný fyrir hópinn, á sama tíma og hann hefur stuðlað að nýbreytni í skólasamfélaginu. Dalskóli er stofnaður á forsendum menningar og lista sem endurspeglast meðal annars í ráðningu alls starfsfólks og þeirrar skapandi skólamenningar og andrúmslofts sem einkennir hann. Sjálfsmynd skólans sem skapandi skóla er skýr og endurspeglast til dæmis í breiðum stuðningi þar sem fánaberi menningar er ekki einn fyrir alla, heldur allir fyrir einn. Þegar rýnt er í framtíðaráform Dalskóla þá má sjá sterka vísbendingu um frekari þróun hans í átt að mennta- og menningarstofnun.

Samþykkt: 
  • 10.3.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17443


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaskjal.pdf5.12 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna