is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17449

Titill: 
 • Gömul handverksaðferð endurvakin : námsefni í vattarsaumi
 • Gömul handverksaðferð endurvakin : námsefni í vattarsaumi [greinargerð]
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Höfundur tekst á við meistaraverkefni á sviði menntunarfræða í formi námsefnis ásamt greinargerð. Markmið námsefnisgerðarinnar er að styðja við endurvakningu vattarsaums sem gamallar handverksaðferðar á Íslandi. Vattarsaumsaðferðin hefur verið rakin 8.500 ár aftur í tímann og telst því vera meðal elstu aðferða sem notaðar hafa verið til klæðagerðar í heiminum. Samkvæmt sögulegum heimildum hefur vattarsaumur að öllum líkindum borist til Íslands á tímum landnáms og verið iðkaður hér fram eftir öldum. Í samtímanum hefur þekking á aðferðinni fallið í gleymsku víða um heim. Vattarsaumi hefur þó verið viðhaldið á meðal einstakra menningarsvæða, svo sem í Papúa- Nýju Gíneu, Ástralíu og Perú. Aðferðinni hefur einnig verið viðhaldið á stöku landsvæðum í Skandinavíu. Á Íslandi var aðferðinni viðhaldið í Húnavatnssýslu og í Landeyjum fram á 20. öld, en í dag er vattarsaumur aðallega þekktur á meðal áhugafólks um gamlar handverksaðferðir.
  Til þess að endurvekja vattarsaum leggur höfundur fram námsefni þar sem kenndar eru mismunandi saumgerðir og undirstöðuaðferðir í vattarsaumi ásamt verkefnasafni. Til þess að nálgast viðfangsefnið aflaði höfundur sér þekkingar á viðfangsefninu með fræðilegri heimildavinnu, með þátttöku í námskeiði um vattarsaum og með því að gera tilraunir með aðferðinni. Viðfangsefnið var undirbyggt með spurningum um ákveðna þætti sem höfundur vildi leita svara við. Afrakstur verkefnisins birtist síðan í námshefti í vattarsaumi sem ætlað er bæði mismunandi skólafólki, handverkshópum og áhugafólki um gamlar handverksaðferðir. Námsefnið gæti einnig nýst sem grunnur til frekari rannsókna í vattarsaumi.

 • Útdráttur er á ensku

  Old textile technique revived. Teaching material in nalbinding
  In this master thesis in the field of education, the author has written a research paper and formulated a text book for schools and the public in nalbinding which is a method in textile education that is many centuries old. The aim is to support the rebirth of this ancient craft and it becoming part of textile education in Iceland through teaching material with historical and cultural context along with instructions in the method itself. Nalbinding has been traced back 8.500 years and is therefore considered one of the oldest methods of textile production in the world. According to historical data nalbinding was most likely brought to Iceland when it was first settled and its use continued through the centuries. In modern times knowledge of this method has been mostly forgotten, although nalbinding has been preserved in historical areas such as Papua New Guinea, Australia and Peru. This method has also been preserved in certain areas of Scandinavia. So far as is known the method has been preserved into the 20th century in Iceland in Húnavatnssýsla and Landeyjar, however, today it is primarily known among individuals who are interested in ancient textile methods.
  To approach the subject the author used a research method based on historical research, gaining hands on knowledge through a course in nalbinding and doing experiments with the method. Further research was done through asking question and seeking the answers concerning several different factors that are connected to textile use in some way i.e., history, culture and education.
  The research results are revealed in the text book in the form of information and instructions that can be used to teach nalbinding at all educational levels. Students, teachers, designers and the public can use the text book to create new knowledge as well as individuals that work with art or creative subjects. This knowledge can then be used in professional design and the fashion industry in the making of different objects. It may also serve as a foundation for further research in the area of nalbinding.

Athugasemdir: 
 • Lokaverkefni til M.Ed-prófs í náms- og kennslufræði
  Efnisorð:
  Meistaraprófsverkefni
  Náms- og kennslufræði
  Textílmennt
  Vattarsaumur
  Námsefni
  Greinargerð
  Gamalt handverk
  Textílminjar
  Menningararfur
  Handverk
  Handbrögð
Samþykkt: 
 • 12.3.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/17449


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaútgáfa greinargerð II.pdf914.2 kBOpinnGreinargerðPDFSkoða/Opna
Lokautgáfa namsefni II.pdf4.48 MBLokaður til...01.12.2064NámsefniPDF