is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1745

Titill: 
 • Bráðger börn - Hafa grunnskólar við Eyjafjörð markað sér stefnu um námsúrræði bráðgerra nemenda?
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Ágrip
  Umfjöllunarefni þessa lokaverkefnis er bráðger börn, námsþarfir þeirra og hvernig grunnskólar á Eyjafjarðarsvæðinu koma til móts við þessa nemendur. Verkefnið er tvíþætt. Fyrst er fjallað um skilgreiningar á hugtökunum greind og bráðger. Lítilllega er sagt frá kenningum um nám barna, skoðaðar leiðir til að bera kennsl á bráðgera nemendur í grunnskólum og fjallað um kennsluhætti sem taldir eru henta þeim. Í seinni hluta verkefnisins eru kynntar niðurstöður könnunar sem gerð var meðal deildarstjóra í grunnskólum á Akureyri og skólastjóra smærri skóla við Eyjafjörð.
  Könnunin var send til 19 deildarstjóra og skólastjóra og fengust svör frá 16 þátttakendum. Spurt var um stefnu skólanna varðandi námsúrræði bráðgerra barna, auk faglegra skoðana og þekkingar þátttakenda á bráðgerum börnum.
  Í ljós kom að fáir skólanna höfðu mótað skýra stefnu um námsúrræði þessara nemenda þó flestir teldu að í skólanum þeirra væri að finna bráðgera nemendur.
  Sérfræðingar hafa haldið því fram að mikilvægt sé að bjóða bráðgerum nemendum upp á nám við hæfi, því annars eigi þeir á hættu að temja sér að vinna undir getu og missa áhuga á náminu. Það er því niðurstaða mín í ljósi þessarar könnunar að áhyggjuefni sé hversu fáir skólanna hafa mótað skýra stefnu um úrræði fyrir þessa nemendur.
  Abstract
  The subject matter of this final paper is precocious children, their educational needs and how elementary schools in the Eyjafjörður area are approaching these students. The subject of this project is divided into two parts. First the definitions on the concepts intelligence and precocious are covered. Next theories on children’s education are discussed. In addition ways to identify precocious students in elementary schools are pointed out and we take a closer look at the kind of educational methods that are considered suitable for them. In the latter part of the paper results from a survey that was made among department managers in elementary schools in Akureyri and principals of smaller schools in the Eyjafjörður area is introduced.
  The survey was sent out to 19 department managers and principals, and 16 results were recovered. The questions involved each school’s policy on educational resources for precocious students, in addition of their expert opinions and knowledge about precocious children.
  Results showed that only a few of the schools had marked a clear policy of educational resources for these students, even though most of the participants believed there were precocious students in their schools.
  Experts have claimed that it is important that precocious students get appropriate education to minimize the risk of them becoming underachievers and uninterested in their education. Therefore my conclusion is that it is worrying that such few schools have marked a clear policy for them.

Athugasemdir: 
 • Verkefnið er lokað til janúar 2009
Samþykkt: 
 • 22.7.2008
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/1745


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
bradgerborniskolumvideyjafjord.pdf309.13 kBOpinn"Bráðger börn- Hafa grunnskólar á Eyjafjarðarsvæðinu mótað sér stefnu um námsúrræði bráðgerra nemenda?"-heildPDFSkoða/Opna
bradgerborniskolumvideyjafjord_efnisyfirlit.pdf76.22 kBOpinn"Bráðger börn- Hafa grunnskólar á Eyjafjarðarsvæðinu mótað sér stefnu um námsúrræði bráðgerra nemenda?"-efnisyfirlitPDFSkoða/Opna
bradgerborniskolumvideyjafjord_heimildaskra.pdf89.45 kBOpinn"Bráðger börn- Hafa grunnskólar á Eyjafjarðarsvæðinu mótað sér stefnu um námsúrræði bráðgerra nemenda?"-heimildaskráPDFSkoða/Opna