is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/17457

Titill: 
  • Auglýsingasiðfræði á Íslandi: Hver er upplifun hugmyndasmiða innan auglýsingastofa á siðferðilegum álitamálum?
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi er rannsókn á upplifun hugmyndasmiða á siðferðilegum álitamálum innan auglýsingastofa á Íslandi. Fáar rannsóknir hafa verið framkvæmdar á starfsmönnum auglýsingastofa. Hér á landi hefur engin rannsókn verið gerð almennt á auglýsingasiðfræði á meistarastigi eða ofar. Notast var við spurningar úr rannsóknum Drumwright og Murphy á starfsmönnum auglýsingastofa. Rannsakendur höfðu komist að þeirri niðurstöðu að starfsmenn auglýsingastofa væru ýmist siðferðilega þöglir eða siðferðilega skammsýnir. Tilefni þykir til að athuga hver upplifun hugmyndasmiða á auglýsingastofum sé hér á landi. Tilgangur rannsóknar var því að varpa frekara ljósi á stöðuna hér á landi. Slíkt geti gefið vísbendingar og tilefni til frekari rannsókna. Þátttakendur í rannsókninni voru fjórir og tók hvert viðtal 30-40 mínútur. Notast var við fyrirbærafræðilegar aðferðir við framkvæmd og túlkun viðtala. Í niðurstöðum koma fram sex þemu en þau eru: Ósýnilegt, gildi koma fram óformlega, sjálfvirkt, heiðarleiki, hár siðferðisstaðall og óviljandi. Þemað ósýnilegt er í takti við rannsóknir Drumwright og Murphy um að starfsmenn stingi höfðinu í sandinn og sé hluti af siðferðilegri skammsýni. Það er túlkað sem þemu að gildi komi fram óformlega og siðferðileg álitamál séu metin sjálfvirkt. Slíkt gefur til kynna að þátttakendur notast ekki við kerfisbundnar aðferðir við mat á siðferðilegum álítamálum. Ef kerfisbundnar aðferðir við mat á siðferðilegum álítamálum eru ekki notaðar meðal þátttakenda þá er það túlkað sem óveðurský (sjá mynd nr.3). Slíkt ský getur haft í för með sér óviljandi afleiðingar sem ekki eru fyrirtækjum til góðs. Engin svör báru einkenni dygðasiðfræði eða femínískrar siðfræði, sem er sá vilji að stíga skrefi lengra í góðri hegðun.

Samþykkt: 
  • 20.3.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17457


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
kristjan_andri_johannsson.pdf752.06 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna