is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Bifröst > Lagadeild > Meistaraverkefni í lagadeild (MA/ML) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/17460

Titill: 
 • Samspil landsréttar og tvísköttunarsamninga : hvað gerist ef landsrétti og tvísköttunarsamningi ber ekki saman
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Ritgerð þessi fjallar um samspil landsréttar og tvísköttunarsamninga og hvað gerist ef þeim ber ekki saman.
  Fljótt á litið ætti ekki að þurfa að koma til árekstra milli þessara tveggja réttarkerfa þar sem þau gilda á mismunandi sviðum en samspil landsréttar og tvísköttunarsamninga getur verið flókið.
  Tvísköttunarsamningar eru gerðir á tveimur eða fleiri tungumálum og getur túlkun ákvæða milli tungumála aukið flækjustigið.
  Íslenskt réttarkerfi byggir á tvíeðliskenningunni sem þýðir að þegar Ísland gerist aðili að alþjóðasamningum þarf að innleiða þá svo þeir hafi gildi að landsrétti því þeir verða það ekki sjálfkrafa, líkt og hjá ríkjum sem byggja á eineðliskenningunni.
  Tvísköttunarsamningar hafa ekki verið sérstaklega innleiddir í íslenskan rétt með lögum eða öðrum hætti. Þeir öðlast þó gildi að þjóðarétti þegar samningarnir hafa verið fullgildir af báðum samningsríkjum.Tvísköttunarsamningar eru til að koma í veg fyrir að tekjur eins aðila verði skattlagðar oftar en einu sinni. Hættan á slíkri tvísköttun er alltaf fyrir hendi þegar starfað er í
  fleiri löndum en einu. Ávallt er leitast við að túlka innlend lög til samræmis við þjóðarétt en þó eru takmörk fyrir því hversu langt er hægt að ganga í að túlka lagaákvæði. Skynsamlegasti
  kosturinn er að lögfesta tvísköttunarsamninga því slíkt myndi gera réttarstöðuna ljósari og tryggja skattaðilum þann rétt sem tvísköttunarsamningum er ætlað að veita.

Athugasemdir: 
 • Ritgerðin er lokuð til 2050
Samþykkt: 
 • 25.3.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/17460


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
OHO_ML_LOKA_PRENT.pdf813.23 kBLokaður til...08.02.2050HeildartextiPDF