Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/17462
Markmiðið með framkvæmd þessarar rannsóknar var að kanna hver viðhorf og upplifun tónlistarmanna væri af tónlistar- og ráðstefnuhúsinu Hörpu. Rannsóknin var framkvæmd á þann hátt að tekin voru viðtöl við átta tónlistarmenn sem áttu það sameiginlegt að hafa komið fram í Eldborg, aðaltónleikasal Hörpu. Markmið rannsóknarinnar var að komast að því hvernig tónlistarmennirnir upplifðu Hörpu eftir að hafa kynnst henni í gegn um vinnu sína í húsinu. Bygging Hörpu var mjög umdeild og því er mikilvægt að kanna hvort þeir sem koma fram í húsinu eru ánægðir með húsið. Ef tónlistarmenn eru ekki ánægðir með Hörpu getur það haft neikvæð áhrif á aðsókn tónlistarmanna í Hörpu. Í fræðikafla rannsóknarinnar verður farið yfir fyrri rannsóknir sem snúa meðal annars hversu mikilvægt það sé fyrir starf þeirra að tónleikasalirnir sem þeir koma fram í búi yfir góðum hljómburði. Jafnframt er fjallað um tónlistaráhuga eftir hópum.
Niðurstöður rannsóknarinnar sýna fram á að þátttakendurnir voru mjög ánægðir með Hörpu. Þeir telja að Harpa sé mikilvægur þáttur í eflingu tónlistar- og menningarlífs í Reykjavík sem felst meðal annars í aukningu á tónleikum eftir að Harpa var tekin í notkun. Þeir voru ánægðir með hljómburðinn í húsinu og það hversu vel starfsfólk Hörpu sinnti starfi sínu. Upplifun þeirra af því að standa á sviðinu í Eldborg og koma fram þar er að sögn þeirra stórkostleg. Hún er allt öðruvísi en upplifun af öðrum stöðum sem þeir hafa komið fram á hér á landi. Þrátt fyrir að þátttakendur hafi verið ánægðir með Hörpu, þá komu fram athugasemdir um miklar vegalengdir baksviðs, ásamt kvörtunum um bílastæðamál. Þátttakendur telja að allar tegundir tónlistar hafi aðgang að húsinu en það sem standi helst í vegi fyrir því að ungir tónlistarmenn geti haldið tónleika í Hörpu sé afar há leiga fyrir aðstöðuna í Hörpu.
The objective of the thesis of this study was to assess what aspects and experiences musicians had of the concert hall and conference centre Harpa. The study was conducted by interviewing eight musicians who all shared the common experience of having performed in Harpa’s main concert hall Eldborg. The aim of the study was to find out how the musicians experienced Harpa after becoming acquainted with it through their own work in the concert hall. The construction of Harpa was very controversial, and it is therefore important to determine whether Harpa’s performers are content with the building. If the musicians are not satisfied with Harpa it can have a negative impact on the attendance of performers Harpa will have. In the method section of the paper prior studies will be regarded. Among other things, these prior studies relate to the importance for concert halls to possess excellent acoustics for the musicians’ work. Furthermore the section deals with musical interests by group division.
The results show that the participants were very satisfied with Harpa. They believe that Harpa is an important factor in the promotion of both musical and cultural life in Reykjavík which includes the increase of concerts which followed after the opening of Harpa. They were satisfied with the acoustics of the building and how well Harpa’s staff attends to their job. The experience of standing on the stage and performing in Eldborg is magnificent according to them. It is a very different experience than that of other places they have performed at in this country. Although the participants were satisfied with Harpa, there were remarks concerning the long distances backstage, along with complaints about the matter of parking at Harpa. Participants believe that all types of music have a right of entry to the building, however there is an issue of an extremely high rental fee for use of the facility and how it prevents young musicians holding a concert at Harpa.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Guðrún Hilmarsdóttir- LOKAEINTAK.pdf | 747.08 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |