is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Lagadeild > Lokaverkefni í lagadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17474

Titill: 
  • Ógilding löggernings á grundvelli 33. og 36. gr. laga nr. 7/1936 um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga
  • Titill er á ensku Void legal instruments based on article 33 and 36 of Act No. 7/1936 on contracts, agency and void legal instruments
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í lokaverkefni þessu er fjallað um ógildingarákvæði samningaréttarins. Þá verður fjallað sérstaklega um ógildingu samninga þar sem óheiðarleiki liggur að baki samkvæmt 33. gr. laga nr. 7/1936 um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga. Einnig verður fjallað um ógildingu á grundvelli ósanngirnis samkvæmt hinu almenna ógildingarákvæði samkvæmt 36. gr. sömu laga. Að lokum er gerður samanburður á ákvæðunum. Umfjöllunin hefst á almennri umfjöllun um samningaréttinn, þá innleiðing laganna, meginreglur réttarins og síðar farið almennt yfir ógildingu löggerninga samkvæmt III. kafla laganna og loks aðalefni verkefnisins.
    Margir vildu meina að með því að lögfesta svona víðtæk ákvæði myndi það grafa undan reglunni um skuldbindingargildi samninga. Meginreglan í samningarétti er að samningar skulu standa og menn skulu standa við loforð sín og skuldbindingar. Eru ákvæði verkefnisins því undantekning frá meginreglunni, sem ber að túlka þröngt. Höfundur mun rannsaka efnislegt inntak ákvæða 33. gr. og 36. gr. laganna og fara yfir dóma Hæstaréttar Íslands til þess að varpa ljósi á það hvenær dómstóllinn ógildir samninga á grundvelli ákvæðanna.
    Þá sýna dómarnir sem reifaðir eru í verkefninu að Hæstiréttur hefur beitt ákvæðunum að varkárni, þ.e. þeir hafa ekki gengið of langt í túlkun ákvæðanna. Samningsaðilar reyna oft að beita ákvæðunum til ógildingar á samningi, en það er einungis í örfáum tilfellum sem að dómstólar fallast á ógildingu á grundvelli þeirra. Má leiða líkur að því að það sé vegna hinnar grundvallarreglu samningaréttarins um skuldbindingargildi samninga og að undantekning á meginreglu ber að túlka þröngt.

Samþykkt: 
  • 25.3.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17474


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Bs-lokaverkefni-María_Björgvinsdóttir.pdf413.71 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna