Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/17478
Ritgerðin byggir á netkönnun sem var send til viðskiptafræðinema og djúpviðtölum við nokkra stjórnendur. Tilgangurinn með þessari skýrslu er að atvinnurekendur geti komið auga á tækifæri sem liggja í niðurstöðunum.
Spurt var hvert viðhorf nemenda í viðskiptafræði væri til staðbundinnar vinnu og fjarvinnu. Flestir vildu verja mun meiri tíma á vinnustaðnum en í fjarvinnu. Félagsleg tengsl við vinnufélaga virðast skipta miklu máli í þessu samhengi. Atvinnurekendur ættu að geta aukið starfsmannaánægju ef þeir auðvelda starfsfólki að hittast innan og utan vinnunnar.
Meirihluti svarenda vildi fá einhverja fjarvinnu. Flestir kusu einn fjarvinnudag miðað við fimm daga vinnuviku. Til þess að fjarvinna geti gengið snurðulaust fyrir sig þurfa stjórnendur að vera með mjög gott skipulag og yfirsýn yfir helstu kosti og galla.Þá var rannsakað hvort það væri munur á viðhorfi fjarnema og staðnema til vinnu. Oftast var lítill munur á hópunum. Helst ber að nefna að fjarnemar virðast vilja meira sjálfsstæði og sjálfsstjórn á verkefnavinnu og vinnutíma. Það gæti stafað af því að eldri og reyndari einstaklingar kjósa fjarnám umfram aðrar námsleiðir. Yngstu þátttakendurnir voru flestir í dagskóla. Atvinnurekendur ættu að vera með nákvæma starfslýsingu, sérstaklega fyrir unga viðskiptafræðinga.
Að lokum voru sjö stjórnendur spurðir spurninga sem endurspegluðu netrannsóknina. Atvinnurekendurnir hugsuðu á svipuðum nótum og viðskiptafræðinemarnir. Viðtölin staðfesta fyrri rannsóknir um að það séu helst stjórnendur og sérfræðingar sem vinna fjarvinnu. Auk þess eru sölumenn gjarnan í fjarvinnu hjá viðmælendum.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
bs.ritgerd.kristbjorg.erla.hreinsdottir.pdf | 1,52 MB | Open | Heildartexti | View/Open |