Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/17481
Í ritgerð þessari verður leitast við að svara því hvort Eimskip geti nýtt sér nýju skipaleiðina um Norður-Íshaf og hvort og hvernig fyrirtækið geti komið til með að bæta þjónustu sína með tilliti til verðs og hraða. Höfundur byrjar á því að fjalla um sögu fyrirtækisins sem spannar um 100 ár, sagan er mikilvæg til að gera sér grein fyrir atburðum og hversu mikil uppbygging hefur átt sér stað. Því næst er greining á starfsemi fyrirtækisins innanlands og erlendis, ásamt viðskiptastefnu og viðskiptasýn. Höfundur notast við Pestel greiningu til þess að greina þjóðfélagslegar aðstæður sem er mikilvægt að greina og fjalla um þegar horft er til nýrra tækifæra. Á eftir Pestel greiningunni kemur að Svót greiningu en höfundi fannst mikilvægt að notast einnig við þá greiningu þar sem að hægt er að fara ofan í kjölinn þegar kemur að greiningu á styrkleikum, veikleikum, ógnum og tækifærum. Með því að skoða það nánar getur Eimskip betur áttað sig á því hvernig þeir geta snúið veikleikum í styrkleika og nýtt sem tækifæri. Eins með því að snúa ógnunum í tækifæri, sem eru mörg, og talið ljóst að Eimskip getur með þeim snúið vörn í sókn. Höfundur fjallar síðan um Norður-Íshafs skipaleiðina og fer ítarlega í hvað sé að gerast á þeim slóðum, bæði með samanburði á bráðnun jökla og hvaða leið sé um að ræða. Eins er farið inn á sparnaðinn á bæði tíma og verði og hvernig hægt sé að auka
tækifærin í kringum skipaleiðina sjálfa.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BS-ritgerð_Guðjón_Gestsson.pdf | 9,17 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |