is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Lagadeild > Lokaverkefni í lagadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/17491

Titill: 
 • Makríldeila Íslands og ESB : takmarka ákvæði EES-samningsins aðgerðir af hálfu ESB?
 • Titill er á ensku Mackerel dispute between Iceland and the EU : does the EEA-Agreement limit actions by the EU?
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Ísland hefur átt í deilu við önnur ríki er viðkemur nýtingu á makrílstofni þeim er hefur heiðrað land og þjóð með nærveru sinni við Íslandsstrendur undanfarin ár. Þeir þjóðréttaraðilar sem
  deila eru umfram Ísland, Noregur, Færeyjar og Evrópusambandið. Í fyrstu var ákveðin samstaða um skiptingu aflahlutdeildar á milli fárra ríkja. Öll ríkin hafa hins vegar undanfarin ár gefið út kvóta einhliða, án þess að samstaða sé varðandi slíka úthlutun. Eins og deilunni er háttað í dag snýst hún einna helst um skiptingu aflahlutdeildar, og eðli máls samkvæmt liggur
  engin niðurstaða fyrir hvað varðar sameiginlega aflaúthlutun fyrir árið 2014.
  Evrópusambandið setti fram í september árið 2012 reglugerð sem er til þess fallin að veita sambandinu heimild til þess að beita ákveðnum úrræðum gegn því ríki sem stundar veiðar á stofnum (öllum þeim víðförulum fiskstofnum) með óábyrgum hætti. Með tilkomu skýrslu ICES í október 2013 um ástand makrílstofnsins glæddist andrúmsloftið á fundum ríkjanna og ríkir meiri bjartsýni en áður. Mikið óöryggi ríkir þó enn í samskiptum ríkjanna, bæði hvað
  varðar deiluna sjálfa sem og beitingu þeirra úrræða sem Evrópusambandið hefur sett fram á undanförnum misserum. Umfjöllunarefni ritgerðarinnar er á sviði Evrópuréttar, en við vinnslu ritgerðarinnar voru skoðuð lögskýringargögn og rit fræðimanna ásamt skýrslum opinberra stofnanna í þeim tilgangi að varpa ljósi á það hvort takmarkanir væru vegna EES-samningsins
  á heimild Evrópusambandsins til aðgerða gegn Íslandi.

Athugasemdir: 
 • Ritgerðin er lokuð til 2018
Samþykkt: 
 • 25.3.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/17491


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaskil_BS_allt.pdf1.9 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna