Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/1750
Ritgerð þessi er lögð fram sem lokaverkefni til B.Ed prófs í Háskólanum á Akureyri. Í henni er meðal annars fjallað um hvernig viðhorf manna hafa breyst í gegnum tíðina gagnvart réttindum barna og hvaða viðhorf eru ríkjandi í dag. Það viðhorf að börn eigi að njóta þeirra sjálfsögðu réttinda að hafa eigin skoðanir, sem taka beri mark á, hefur hægt en örugglega verið að ryðja sér rúms, ekki hvað síst á vettvangi leikskólans. Á þeim vettvangi hefur verið ör þróun á undanförnum áratugum og er í þessari ritgerð reynt að varpa ljósi á helstu þætti sem einkennt hefur hana. Í framhaldi af því er fjallað um hugtakið áhuga og gildi þess í starfi með börnum. Er þar meðal annars fjallað um kenningar þeirra fræðimanna sem fjallað hafa um hugtakið og með hvaða hætti hægt er að yfirfæra þær kenningar á starf með börnum á leikskólastigi. Er í því sambandi leitast við að taka dæmi um hvernig mismunandi starfsaðferðir hafa verið þróaðar í því augnamiði að koma til móts við einstaklingsbundið áhugasvið barna, svo sem með tilvitnunum í starfsaðferðir Reggio Emilia og upphafsmanns þess starfs sem þar var þróað, Loriz Malaguzzi. Í þessum hluta er einnig fjallað um hugtakið reynslu og samspil þeirra áhrifaþátta sem taldir eru skapa grundvöll þroska og lærdóms. Er í því sambandi leitað í smiðju nokkurra kennismiða, svo sem Jean Piaget og Howard Gardner. Í næsta hluta er svo fjallað um hvert hlutverk kennarans er í ofangreindu, það er, með hvaða hætti kennarinn getur nýtt sér áhuga barna til að skapa þeim grundvöll til að læra og þroskast í gegnum eigin reynslu. Í því samhengi er fjallað sérstaklega um þá aðferð sem nefnd er uppeldisfræðileg skráning.
Í síðari hluta riðgerðarinnar er svo fjallað um rannsókn sem höfundar framkvæmdu og fólst í notkun fyrrgreindrar aðferðar, með það að markmiði að sýna fram á hvernig kennari getur með markvissri notkun slíkra aðferða stuðlað að jákvæðri þroskagöngu barna.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Virk hlustun _Heild.pdf | 415.59 kB | Opinn | Lokaverkefni heild | Skoða/Opna | |
Skráningar.zip | 105.16 MB | Opinn | Skráningar_fylgiskjöl | GNU ZIP | Skoða/Opna |