Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/17500
Ritgerðin fjallar um ráðgefandi álit EFTA-dómstólsins, nánar tiltekið það hvort þau séu þrátt fyrir heiti sitt bindandi fyrir íslenska dómstóla.
Höfundur byrjar á því að greina frá ástæðum þess að EES-samstarfið hvílir á tveggja stoða dómstólaskipan, EFTA-dómstólnum og ESB-dómstólnum. Að því loknu er vikið að fyrirmynd hinna ráðgefandi álita sem er forúrskurðakerfi ESB. Í meginþorra ritgerðarinnar veltir höfundur upp sjónarmiðum sem ýmist mæla því með eða gegn að ráðgefandi álit EFTA-dómstólsins séu bindandi í raun. Kennir þar ýmissa grasa s.s. umfjöllun um skaðabótaábyrgð og samningsbrotamál.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Aron Úlfar Ríkarðsson.pdf | 298,65 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |