is Íslenska en English

Grein

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Rafræn tímarit >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17506

Titill: 
 • Þróun textaritunar í fyrstu bekkjum grunnskóla : frásagnir og upplýsingatextar barna í 2.–4. bekk
Útgáfa: 
 • Desember 2013
Útdráttur: 
 • Meðal þess sem börn þurfa að ná tökum á í ritunarnámi er að læra að skrifa samfelldan texta af margvíslegum toga. Stórstígar framfarir verða á þessu sviði á grunnskólaárunum, enda eru börn á grunnskólaaldri að kynnast og ná tökum á ritmálinu auk þess sem færni þeirra í að beita tungumálinu á fjölbreyttan hátt til samskipta og miðlunar eykst jafn og þétt. Hvort tveggja hefur óhjákvæmilega áhrif á það hve góðan texta einstaklingur getur skrifað.
  Rannsóknir sýna að frammistaða barna í textagerð er mjög háð þeirri kennslu og þjálfun sem þau fá í skóla og leiða má líkum að því að ólíkar hefðir í kennsluháttum hafi áhrif á þróun ritunar hjá ungum börnum. Nær engar rannsóknir hafa verið gerðar á þróun ritaðrar textagerðar íslenskra barna í fyrstu bekkjum grunnskóla. Megintilgangur þessarar rannsóknar var því að afla upplýsinga um færni íslenskra barna í 2.–4. bekk í textaritun en jafnframt að bera saman frammistöðu barnanna í tveimur algengum en ólíkum textagerðum, frásögnum og upplýsingatexta.
  Hópi barna (45 börn) var fylgt eftir frá því þau voru í 2. bekk og upp í 4. bekk. Á hverju ári skrifuðu börnin tvo texta, frásögn og upplýsingatexta. Niðurstöðurnar sýna að á þeim tíma sem rannsóknin náði yfir urðu ágætar framfarir í báðum texta-tegundunum. Textarnir lengdust, samloðun varð meiri og börnin náðu betri tökum á textagerð. Nokkur munur var hins vegar á textategundunum tveimur og þróun þeirra.
  Börnin réðu allt frá upphafi betur við að skrifa frásögn en upplýsingatexta og heldur meiri framfarir urðu í ritun þeirra en upplýsingatexta. Þessar niðurstöður koma heim og saman við niðurstöður erlendra rannsókna sem sýna að börn eiga almennt auðveldara með að rita frásagnir en upplýsingatexa, en vekja einnig spurningar um það hvernig staðið er að ritunarkennslu í íslenskum skólum og hvað megi gera betur í þeim efnum.

 • Útdráttur er á ensku

  Learning to compose meaningful texts of different kinds constitutes an important part of writing acquisition. Skilled writers are able to produce a variety of texts that show genre specific features and use varied conjunctions to create cohesion. During the first years of elementary school, children’s proficiency in text writing is relatively poor. Their texts tend to be short, lack both coherence and cohesion and do not follow a genre specific structure. However, with increasing encoding abilities, linguistic skills and knowledge about text genres, children’s ability in text writing increases steadily across the elementary grades. Research indicates that children’s performance in text writing is strongly influenced by various aspects of their learning environment. These include the degree of emphasis that is placed on writing instruction in their school, the nature of the writing instruction itself and even culture-specific views to writing and the teaching of writing. Thus, in order to get a better understanding of the processes involved in the acquisition of writing, research based on children from a variety of cultures and learning contexts are of great importance. Very few studies have focused on the development of writing among Icelandic-speaking children. Consequently, we have limited knowledge of how Icelandic students acquire this important aspect of literacy and what characterises their production of different genres at different ages. The main purpose of this longitudinal study was to explore Icelandic children’s writing ability in grades 2 to 4 and compare their performance in producing two common text genres, narrative and information texts. A group of 45 Icelandic children from two schools was followed up through second, third and fourth grade. Their mean age was 7 years and 9 months at the first data collection. Each year the children were asked to compose two texts – one narrative and one information text. Text samples were analysed according to text length, structure and cohesion. The results showed that on all three testing occasions the children performed significantly better when producing narratives than information texts. The narratives were more cohesive than the information texts and also showed stronger text genre characteristic features. The children also made greater improvement over time on all indicators of proficiency (text length, structure, cohesion) in their productions of narratives than of information texts. These findings are in line with results obtained in other studies of young children’s text writing skills. Narrative writing seems to be the text genre that young children are most familiar with and first become able to compose in writing. However, the results also raise questions about the quality of writing instruction in Icelandic elementary schools. Progress in writing seems to be quite slow, especially in the ability to produce information text. In this study, no difference was found between the quality of the children’s productions in this kind of genre in grades three and four. This may suggest that Icelandic children do not get sufficient instruction in text writing and about different text genres in the first grades of elementary school.

Birtist í: 
 • Netla
ISSN: 
 • 1670-0244
Samþykkt: 
 • 1.4.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/17506


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
þróun.pdf437.23 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna