is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17524

Titill: 
  • Vilji löggjafans sem lögskýringarsjónarmið í völdum álitum umboðsmanns Alþingis
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerðin fjallar um hvernig vilji löggjafans sem lögskýringarsjónarmið birtist í völdum álitum umboðsmanns Alþingis. Að loknum inngangi er fjallað um í huglægar og hlutlægar lögskýringarkenningar. Því næst er gerð grein fyrir lögskýringarkenningum sem leggja áherslu á vilja löggjafans og algengar röksemdir reifaðar með og móti því að leggja beri áherslu á vilja löggjafans við lögskýringu. Þá er stiklað á stóru um lögskýringarsjónarmið í íslenskum rétti og vilji löggjafans sem lögskýringarsjónarmið í íslenskum rétti gefin gaumur. Að svo búnu eru reifuð valin álit umboðsmanns Alþingis þar sem fram koma sjónarmið um vilja löggjafans. Að endingu er farið stuttlega yfir hvaða ályktanir megi draga af beitingu vilja löggjafans sem lögskýringarsjónarmiðs í fyrrgreindum álitum umboðsmanns Alþingis.
    Af þeim álitum sem reifuð eru í ritgerðinni má sjá að umboðsmaður lítur í reynd til vilja löggjafans við skýringu og túlkun laga við vissar kringumstæður. Vilji löggjafans sem lögskýringarsjónarmið virðist þó ekki, af framangreindum álitum að dæma, vega þungt við lögskýringu einn og sér en hefur enga síður þýðingu við túlkun að svo miklu leyti sem hann samrýmist öðrum viðurkenndum lögskýringaraðferðum.

Samþykkt: 
  • 10.4.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17524


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Dagmar Sigurðardóttir BA.pdf337.16 kBLokaður til...07.04.2034HeildartextiPDF