is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1753

Titill: 
 • "Mér finnst gaman að læra...en ég er ekki mjög flink" : námslegt sjálfsmat 10 ára misþroska stúlku
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Þessi ritgerð var unnin sem lokaverkefni til 90 eininga B.Ed prófs við Háskólann á Akureyri. Í henni er leitast við að svara spurningunni: Hvert er námslegt sjálfsmat 10 ára misþroska barns sem er í almennum bekk? Einni 10 ára misþroska stúlku var fylgt eftir í nokkra daga. Fylgst var með samskiptum hennar við kennara, skólafélaga og fjölskyldu, skoðuð hegðun hennar inni í skólastofu, rætt við foreldra, kennara og stúlkuna sjálfa. Niðurstöður rannsóknanna eru niðurstöður þessa verkefnis.
  Það er margt sem hefur áhrif á sjálfsmatið og spilar umhverfið þar stórt hlutverk. T.d. hafa rannsóknir sýnt að nemendur sem eru í bekk með getumeiri nemendum eru með lægra sjálfsmat heldur en þegar þeir eru með getuminni nemendum. Einnig hafa samskipti við skólafélaga áhrif á sjálfsmyndina og því mikilvægt að nemandi sé ekki illa staddur félagslega í þeim bekk sem hann er í, ef sjálfsímyndin á að vera í lagi.
  Í upphafi ritgerðarinnar er stuttlega fjallað um þau þekkingaratriði sem nauðsynlegt er að hafa skilning á til að skilja stöðuna sem barn er í þegar það stríðir við hömlun á einhverju sviði. Þar eru kynntar kenningar um þróun vitsmunaþroska, félagsþroska og sjálfsímyndar, auk þess sem fjallað er um hugtökin misþroski og skóli án aðgreiningar. Eftir það koma niðurstöður rannsóknar og loks umræður um niðurstöður með tilliti til fræðilegra upplýsinga.
  Niðurstöðurnar voru þær að stúlkan virðist bera sig saman við skólafélagana og lítur því svo á að hún sé ekki mjög flinkur námsmaður. Þó hefur kennari verið duglegur að hrósa fyrir það sem vel gengur, svo lágt sjálfsmat í hennar veiku þáttum hefur ekki smitast yfir á þá þætti sem reynast stúlkunni auðveldir. Hins vegar virðist sem kennarinn hafi í nógu að snúast almennt, enda fleiri börn í bekknum með sérþarfir, og samkvæmt honum fær enginn nemandi nám fyllilega eftir sínum þörfum. En á meðan nemandi fær ekki einungis námsefni sem byggir á fyrri þekkingu, og er í samræði við getu hans og þarfir, má reikna með að sjálfsmat hans sé neikvætt.

Samþykkt: 
 • 23.7.2008
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/1753


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð.pdf509.78 kBOpinn"Mér finnst gaman að læra...en ég er ekki mjög flink"-heildPDFSkoða/Opna