Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/1754
Þessi ritgerð er lokaverkefni til B.Ed.–prófs við kennaradeild Háskólans á Akureyri. Rannsóknarspurning þessarar ritgerðar er: Hvernig má forma móttökuáætlun nýrra starfsmanna í leikskóla í anda mannauðsstjórnunar? Meginmarkmið ritgerðarinnar er að hanna áætlun um móttöku nýrra starfsmanna í anda mannauðsstjórnunar sem kemur til með að nýtast leikskólanum Hjallatúni í Reykjanesbæ.
Hugmyndin vaknaði þegar höfundur var í stjórnunarfagi á lokaári í leikskólakennaranámi. Þar kom meðal annars fram að starfsmannavelta í leikskólum er mjög há í samanburði við aðrar starfsgreinar og höfundur velti fyrir sér hvort stjórnendur í leikskóla gætu gert ráðstafanir til að draga úr starfsmannaveltu.
Höfundur gerði litla rannsókn, við gagnasöfnun tók höfundur viðtal við leikskólastjórann á viðkomandi leikskóla og vann úr niðurstöðum úr umræðum í rýnihópum. Niðurstöður rannsóknarinnar voru að áherslur mannauðstjórnunar áttu vel við hönnun á áætlun um móttöku nýrra starfsmanna. Mannauðstjórnun leggur meðal annars áherslu á nýráðningar, þjálfun, leiðsögn, umbun, hvatningu og hve mikilvægt er að koma auga á hvar mannauður starfsmanns liggur og nýta hann.
Rannsókn leiddi í ljós að mikilvægt er að nýr starfsmaður fái góða og markvissa leiðsögn og stuðning í starfi. Þannig er líklegra að honum vegni betur í starfi og brottfall virðist vera minna úr hópi þeirra kennara sem njóta skipulegs stuðnings í upphafi. Gera þarf móttöku og leiðsögn nýrra starfsmanna markvissari en nú er og stuðla með því að framþróun í skólastarfi. Bætt fagmennska í leikskóla mun verða þegar allir starfsmenn í leikskóla skilgreina sig sem fagmenn og takast á við krefjandi verkefni sem leiðir að hágæðaþjónustu. Með leiðsögn eykst þekking nýja starfsmannsins sem leiðir til öryggi í starfi, hann verður þá ánægðari og afkastar meira.
Tillaga höfundar er áætlun um móttöku nýrra starfsmanna en hún er hluti af ritgerðinni. Áætlunin er unnin út frá rannsóknar og heimildavinnu höfundar. Það er von höfundar að leikskólinn Hjallatún tileinki sér handbókina um móttöku nýrra starfsmanna og að hún komi til með að nýtast þeim í baráttu sinni við starfsmannaveltu.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Hvernig má forma móttökuáætlun nýrra starfsmanna í leikskóla í anda mannauðsstjórnunar.pdf | 901,23 kB | Lokaður | "Hvernig má forma móttökuáætlun nýrra starfsmanna í leikskóla í anda mannauðsstjórnunar"-heild.pdf |