is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/17543

Titill: 
  • Afmörkun sakarefnis í einkamálum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Réttarfarsreglum má líkja við umferðarreglur dómskerfisins, þeim þarf að fylgja svo unnt sé að leiða dómsmál til lykta. Þegar dómsmál hefur verið til lykta leitt með efnisdómi, þ.e. ekki vísað frá dómi vegna formgalla, þá er almennt búið að útkljá um það sakarefni. Með því er átt við að sömu aðilar geta ekki tekið upp þráðinn aftur og fengið annan efnisdóm á sama sakarefni og var uppi í málinu sem búið var að dæma um.
    Málefni sem er til umfjöllunar í dómsmáli er nefnt sakarefni þess. Hugtakið sakarefni merkir því efnishlið dómsmáls, krafan um efnisleg málalok, sem er sótt í máli og röksemdir að baki þeirri kröfu. Það þarf að liggja skýrt fyrir á hvaða málsástæðum aðili reisir kröfu sína í dómsmáli. Með kröfugerð í einkamáli setur stefnandi fram þær kröfur sem hann leitast við að ná fram með höfðun dómsmáls. Kröfugerðin verður að vera svo skýr að hægt sé að taka hana upp í ályktunarorð í dómsniðurstöðu. Ef kröfugerð er óskýr eða óljós gæti komið til frávísunar máls.
    Með þessari ritgerð er markmiðið fjalla um afmörkun sakarefnis í einkamálum og þær reglur einkamálalaga nr. 91/1991 sem helst koma þar við sögu. Í öðrum kafla ritgerðarinnar verður litið á kenningar fræðimanna um sakarefni dómsmáls, farið yfir réttarsöguleg atriði og einnig drepið á helstu meginreglum einkamálaréttarfars sem koma til skoðunnar við afmörkun sakarefnis. Er þar málsforræðisreglan fremst í flokki. Í þriðja kafla ritgerðarinnar mun umfjöllunin beinast að réttaráhrifum dóms (res judicata) og kröfugerð í dómsmáli. Verður dómaframkvæmd skoðuð í því sambandi. Í fjórða kafla eru svo nokkur lokaorð.

Samþykkt: 
  • 11.4.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17543


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA Bríet Sveinsdóttir.pdf384.35 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna