is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17544

Titill: 
  • Íslandsbanki og kornvöruforðamálið á Alþingi 1915. Ráðstafanir gegn hungursneyð eða björgun Íslandsbanka? Velferðarnefndin og Ameríkuviðskipti Íslands 1914-1920
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð verður þingmál, sem rætt var á Alþingi 1915, greint. Málið getum við kallað „kornvöruforðamálið“ enda var það tillaga til þingsályktunar um kaup á kornvöruforða til tryggingar landinu gegn bjargarskorti. Málið snýst á yfirborðinu um ráðstafanir Alþingis til þess að tryggja að í landinu yrðu til birgðir af innfluttum nauðsynjum, vegna þeirrar hættu sem talin var stafa af styrjöldinni sem geisaði í Evrópu, einkum hættunni á lokun siglingaleiða um Atlantshaf.
    Ég ætla hinsvegar að færa rök fyrir því hér að málið hafi ekki verið svo einfalt, og til þess að gera það þarf að fara aðeins aftar í tímann og skoða aðdragandann að þessari þingsályktunartillögu. Ég mun hér sýna fram á það, að þessi þingsályktunartillaga Sigurðar Eggerz 1915 er einn hlekkur í röð atburða sem tengist bágri fjárhagsstöðu íslensks atvinnulífs, einkum Íslandsbanka og tengist ráðstöfuninni sem var gerð á gullforða bankans. Tillaga Sigurðar Eggerz snýr mun frekar að því að beina athygli þingheims að gullforða landsins og týndu fé landssjóðs, sem sagt var að lægi inni á bankabók í New York en inkaupum á nauðsynjavöru. Forsögu þingsályktunartillögu Sigurðar Eggerz má rekja aftur til 1914, árið sem „Miljónarfélagið“ var gert gjaldþrota og hið nýja óskabarn þjóðarinnar fæddist, Eimskipafélagið. Stofnandi Eimskips og jafnframt fyrsti formaður félagsins, Sveinn Björnsson, síðar fyrsti forseti lýðveldisins, sat þessi tvö þing 1914 og 1915. Til að varpa frekara ljósi á málið eru einnig skoðuð gögn frá þinginu allt fram til ársins 1920, en það ár sat Sveinn Björnsson á þingi í síðasta sinn áður en hann tók við nýstofnuðu sendiherraembætti í Kaupmannahöfn sama ár.

Samþykkt: 
  • 11.4.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17544


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Íslandsbanki og kornvöruforðam 1915(lokaskil).pdf843.34 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna