is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17549

Titill: 
 • 1. mgr. 206. gr. almennra hegningarlaga. Fullframningarstig, tilraun og afturhvarf
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Viðfangsefni þessarar ritgerðar er 1. mgr. 206. gr. almennra hegningarlaga.
  Málsgrein þessari var bætt við ákvæðið árið 2009 , en fyrir þann tíma var í lögum bann við því að stunda vændi sér til framfærslu. Eftir lagabreytinguna er það greiðslan sjálf sem er bönnuð lögum samkvæmt og þeim sem selja vændi er ekki gerð refsing fyrir þá háttsemi. Með þessari breytingu er fetað í fótspor Svía með sænsku leiðinni svokölluðu sem nánar verður fjallað um, en með henni voru kaup á vændi gerð refsiverð.
  Efni málsgreinar þessarar verður skoðað ítarlega í ritgerð þessari og leitast verður við að varpa ljósi á það hvernig beiting þessarar málsgreinar ákvæðisins hefur verið hér á landi eftir lagabreytinguna frá 2009. Fjallað verður um hvenær brot gegn ákvæðinu telst fullframið og hvenær brot er á tilraunarstigi. Þá mun einnig koma til skoðunar afturhvarf frá tilraun, hvenær það er lögmætt og hvenær ekki.
  Ekki hefur reynt mikið á ákvæði þetta í sakamálum frá breytingu ákvæðisins en nokkrir dómar hafa fallið eftir þessa breytingu og var sakfellt í mörgum þeirra þar sem játning lá oftast fyrir og eru viðurlögin sekt. Áhugavert að skoða er hvort sakfellt hafi verið fyrir tilraun til vændiskaupa hér á landi sem og erlendis, þar sem sambærileg lagaákvæði eru í gildi. Hvaða háttsemi fellur undir og leiðir til sakfellingar fyrir tilraunarbrot? Er nóg að kaupandinn greiði fyrir vændi eða þurfa vændiskaupin hafa gengið lengra? Er mikill munur á fullfrömdu broti og tilraunarbroti? Hvernig er 1. mgr. 206. gr. hgl. túlkuð og beitt í framkvæmd? Getum við túlkað málsgreinina eftir orðanna hljóðan?

Samþykkt: 
 • 11.4.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/17549


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA ritgerd EAL.pdf214.02 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna