Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/1755
Ritgerð þessi er lokaverkefni til B.Ed. – prófs við kennaradeild Háskólans á Akureyri. Ritgerðin er um máltöku barna og hvað ber að hafa í huga þegar kemur að málþroska og lestrarundirbúningi þeirra. Til að geta gert grein fyrir þessu er sagt frá kenningum fræðimannanna Skinners og Chomskys sem sett hafa fram mismunandi kenningar um máltöku barna. Einnig var málþroski barna skoðaður og kom í ljós að hann getur verið mismunandi á milli jafnaldra og þarf að vera hægt að meta málþroskann á hverju barni fyrir sig. Leikskólar geta notað Hljóm-2 próf til að kanna málþroska barna en prófið kannar sérstaklega hljóðkerfisvitund barnsins og um leið er hægt að finna út hvort barnið sé í áhættuhóp varðandi lestrarörðugleika. Skoðað var hugtakið hljóðkerfisvitund og kom í ljós að sterk tengsl eru á milli veikrar hljóðkerfisvitundar og lestrarörðugleika hjá barni. Hugtakið hljóðkerfisvitund vísar til hæfni að þekkja hljóð tungumálsins og skilja að málinu má skipta í setningar og orð. Leikskólinn er kjörinn vettvangur til að undirbúa börnin fyrir almennt lestrarnám. Gerð var lítil könnun á stefnu nokkurra leikskóla varðandi málrækt og námskrár þeirra skoðaðar. Allir leikskólarnir höfðu stefnu um málrækt sem er byggð á stefnumörkun Aðalnámskrár leikskóla. Gerð var grein fyrir ferns konar algengu námsefni sem leikskólar geta notað til að framfylgja stefnu sinni. Námsefnið sem greint er frá er Markviss málörvun, Ljáðu mér eyra, Sögugrunnur og Hljóð og stafir.
Helstu niðurstöður ritgerðar þessarar eru að góður málþroski barns er forsenda fyrir öllu námi í lífinu og nauðsynlegt er að geta uppgötvað hjá barni hvort það geti átt við lestrarörðugleika að stríða í framtíðinni. Leikskólakennari þarf að vera vel undirbúinn hvað varðar hljóðkerfisvitund og ætti námsefni sem í boði er að geta hjálpað til hvort sem það er að greina eða aðstoða barn með slaka hljóðkerfisvitund.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Málþroski og lestur-heild.pdf | 285.73 kB | Lokaður | Málþroski og lestur-heild | ||
Málþroski og lestur-heimildaskrá.pdf | 83.63 kB | Opinn | Málþroski og lestur-heimildaskrá | Skoða/Opna |