is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17552

Titill: 
  • Vilji löggjafans og undirbúningsgögn
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þegar vafi leikur á um túlkun lagaákvæðis þarf oft að finna þann vilja sem lá á bakvið setningu þess. Rökrétt er að afmarka vilja löggjafans við þessar aðstæður. Vilji löggjafans er viðurkennt lögskýringarsjónarmið í íslenskum rétti. Sjónarmiðið felur í sér öflun upplýsinga sem nauðsynlegar eru til að leiða vilja löggjafans í ljós. Hlutverk þess sem túlkar lög er því meðal annars fólgin í þessari upplýsingaöflun. Við upplýsingaöflunina verður að líta til áþreifanlega gagna. Þessi gögn nefnast undirbúningsgögn og eru þau lagafrumvarpið sjálft og greinagerð með því, umræður um lagafrumvarpið á Alþingi, nefndarálit og upplýsingar um meðferð frumvarps í þinginu.
    Umboðsmaður Alþingis hefur oft beitt lögskýringarsjónarmiðinu, vilja löggjafans, við úrlausn ágreiningsefna. Finna má þónokkur álit sem varpa ljósi á aðferðarfræðina sem umboðsmaður beitir. Fela þau í sér að umboðsmaður lítur almennt til þeirra gagna sem orðið hafa til við ferlið þegar að frumvarp verður að gildandi lögum. Aðferðir umboðsmanns gefa til kynna að rétt sé að beita sjónarmiðinu við túlkun laga. Á þetta sérstaklega við þegar lagaákvæði er tvírætt eða óskýrt. Þegar aðstæður eru með þeim eykst vægi undirbúningsgagna. Ber þó að hafa í huga að mikilvægasta atriðið við úrlausn lagalegs ágreinings hlýtur að vera texti ákvæðisins. Sérstakar aðstæður þurfa að vera fyrir hendi svo hægt sé að réttlætta að vikið sé frá afdráttarlausum orðum lagaákvæðis.

Samþykkt: 
  • 14.4.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17552


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA-ritgerð pfd lokaskil.pdf358.87 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna