is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/17558

Titill: 
  • Ráðgefandi álit EFTA-dómstólsins: Heimild laga nr. 21/1994. Er ráðgefandi álitum veitt gildi í íslenskum rétti?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið er viðamesti samningur sem Ísland á aðild að á alþjóðavettvangi. Með samningnum skuldbindur íslenska ríkið sig til þess að innleiða í íslenskan rétt hluta af regluverki ESB án þess þó að framselja vald sitt. Í staðinn fá íslenskir þegnar aðgang að svæði sem nefnt er Evrópska efnahagssvæðið.
    Í þessari ritgerð verður athyglinni beint að ráðgefandi álitum EFTA-dómstólsins sem veitt eru vegna vafa um túlkun á EES-rétti. Skoðað verður hvort ráðgefandi álit hafi gildi í íslenskum rétti, nánar tiltekið hvort heimildin til þess að óska eftir áliti sé nýtt og hvaða þýðingu það hefur að óska eftir ráðgefandi áliti.
    Til að átta sig á stöðu ráðgefandi álita verða helstu meginreglur EES-réttar skoðaðar og skýrðar, farið verður yfir það hvenær íslenskir dómstólar telja tilefni til þess að óska eftir ráðgefandi áliti og hver það er sem hefur frumkvæði að því að eftir slíku áliti verði leitað. Tveggja stoða kerfi EES verður lítillega kynnt og stuttlega verður fjallað um samningaviðræður vegna EES-samningsins. Að lokum verður ljósi varpað á skoðanir fræðimanna um skuldbindingargildi ráðgefandi álita með hliðsjón af þeim meginreglum sem EES-samningurinn byggir á. Í lokin verður skaðabótaábyrgð aðildarríkja vegna brota á EES-samningnum kynnt og því velt upp hvort aðgerðir dómsvaldsins geti skapað aðildarríkjum skaðabótaábyrgð.

Samþykkt: 
  • 14.4.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17558


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA Ingibjörg Pálmadóttir.pdf147,53 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna