en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/17580

Title: 
  • Title is in Icelandic Gagnsemi viðtala við mat á spurningalistum. Marlowe-Crowne Desirability Scale
Degree: 
  • Bachelor's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Spurningalistar eru mikið notaðir í rannsóknum af alls kyns toga. Til að niðurstöður þessara rannsókna séu áreiðanlegar og réttmætar er mikilvægt að spurningalistarnir séu að mæla það sem þeim er ætlað að mæla. Vegna þessa er mikilvægt að prófa og meta spurningalista sem verið er að nota. Svona prófanir hafa lengi verið gerðar með tölfræðilegum aðferðum en undanfarna áratugi hafa menn einnig notast við viðtalsaðferðir (cognitive interviews) við að prófa spurningalista. Þá eru tekin viðtöl við þátttakendur um spurningalistann og þeir beðnir að svara spurningum um spurningarnar á listanum. Tilgangurinn er að komast að því hvað fólk er að hugsa þegar það svarar svona listum og hvernig það skilur atriði á listanum. Með þessu er reynt að komast að því hvaða vandamál séu hugsanlega til staðar í listanum. Í þessari rannsókn var notast við svona viðtöl til að meta íslenska þýðingu á spurningalista um félagslegan æskileika (Marlowe-Crowne Desirability Scale). Alls tóku 20 manns á aldrinum 20-73 ára þátt í rannsókninni. Niðurstöðurnar gáfu til kynna ýmis vandamál við listann, bæði minniháttar vandamál sem ætti að vera hægt að laga og einnig alvarlegri vandamál sem erfiðara er að laga. Þetta er mikilvæg aðferð til að nota við mat á spurningalistum því með henni er hægt að koma auga á vandamál sem ekki er hægt að komast að með tölfræðiaðferðum.

Accepted: 
  • Apr 16, 2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17580


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Gagnsemi viðtala við mat á spurningalistum - prenta út.pdf553.42 kBLocked Until...2050/04/05HeildartextiPDF