is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17583

Titill: 
  • Byggðaþróun á Vestfjörðum: Búferlaflutningar, samgöngur og hamfarir
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í ritgerð þessari verður fjallað um þróun byggðarlags á norðanverðum Vestfjörðum en landshlutinn hefur átt undir högg að sækja undanfarna áratugi og fjöldi fólks og fyrirtækja hafa frá horfið. Kenningar ýmissa fræðimanna um búferlaflutninga eru reifaðar og þær tengdar við ríkjandi ástand Vestfjarða. Leitast er við að útskýra þróunina og setja í samhengi við landið í heild sinni. Samgöngumál hafa lengi verið umræðuefni á Vestfjörðum þar sem ástand vega hefur verið ábótavant um langt skeið. Fjallað verður um helstu vegaframkvæmdir undanfarinna ára og hvað sé óklárað í þeim efnum. Þá hafa Vestfirðingar þurft að þola miklar hamfarir í gegnum tíðina, en á norðanverðum Vestfjörðum féllu tvö mannskæð snjóflóð árið 1995 sem höfðu mikil áhrif á íbúana í þorpunum og nærliggjandi byggðalögum. Ekki verður eingöngu fjallað um hamfarir af völdum náttúrunnar, heldur einnig félagslegar hamfarir á borð við gjaldþrot fyrirtækja. Þá verður einnig fjallað um hluta af þeim mörgu hugmyndum sem fram hafa komið til að sporna við fólksfækkun á Vestfjörðum. Helstu niðurstöður ritgerðarinnar eru þær að styrkleikar Vestfjarða liggja einna helst á sjávarútvegs- og matvælasviði, mennta- og rannsóknasviði og menningar- og ferðaþjónustusviði. Þá er vert að líta til hinna Norðurlandanna, sjá hvernig þeirra byggðastefnur eru uppsettar og möguleikana á fara að fordæmi þeirra. Það er því nauðsynlegt að rækta þau svið sem styrkleikar Vestfjarða liggja, svo landsfjórðungurinn geti enn á ný verið eftirsóknarverð staðsetning til búsetu.

Samþykkt: 
  • 25.4.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17583


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Byggðaþróun á Vestfjörðum.RJH.pdf460.51 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna