is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17588

Titill: 
  • Mikilvægi Íslandsverslunarinnar fyrir Hamborg á 15. og 16. öld
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Viðfangsefnið var að rannsaka hvaða mikilvægi Íslandsverslun Hamborgara hafði fyrir borgina á 15. og 16. öld. Beindist rannsóknin að þeim heimildum sem eru varðveittar um verslun þeirra, bæði íslenskar og erlendar. Fyrir tímabilið 1475 til 1545 var leitað upplýsinga um þetta efni í Íslenska fornbréfasafninu, Hanserecesse, Hansisches Urkundenbuch og íslenskum og þýskum annálum. Fyrir tímabilið eftir 1545 var sérstaklega leitað í skjalasafni Staatsarchiv der Freien und Hansestadt Hamburg og unnið úr þeim gögnum upplýsingar um fjölda skipa og mannfjölda er sigldu til Íslands í verslunarerindum á einstökum árum. Ennfremur var skoðuð þróun verðlags á nokkrum af helstu útflutnings- og innflutningsvörum á tímabilinu. Niðurstöðurnar um fjölda Íslandsfara voru bornar saman við áætlanir um mannfjölda borgarinnar, stærð verslunarskipaflota hennar og þróun tolltekna borgarinnar. Helstu niðurstöður þessarar rannsóknar voru að þegar fyrir aldamótin 1500 hafi Íslandsverslunin skipt umtalsverðu máli fyrir Hamborg. Þetta mikilvægi hafi aukist á fyrri hluta 16. aldar, þar til um 1560 þegar Íslandsverslunin virðist hafa veitt um 15 af hundraði af íbúum borgarinnar framfærslu. Eftir það hafi hlutfallslegt mikilvægi Íslandsverslunar farið heldur dvínandi þar sem hagvöxtur virðist hafa verið ör í Hamborg á þeim tíma. Samt skipti Íslandsverslunin þó enn töluverðu máli um aldamótin 1600 þegar um tíu af hundraði borgarbúa höfðu framfærslu sína af henni.

  • Útdráttur er á ensku

    This thesis investigates the importance of the trade with Iceland for the city of Hamburg in the 15th and 16th century. Both Icelandic and foreign sources were researched for this purpose. For the time from 1475 to 1545 information was found in the Íslenska fornbréfasafn, Hanserecesse, Hansisches Urkundenbuch and icelandic and german cronicles. For the time after 1545 documents in the Staatsarchiv der Freien- und Hansestadt Hamburg were used to obtain information about the number of ships and manpower aboard that sailed to Iceland for commerce each year. Furthermore the development of prices for exports and imports were investigated. The results of the number of people sailing to Iceland were compared with estimates about the population of Hamburg, the size of the merchand fleet and the development of customs income. The main results of this investigation were that already before the turn of the 15th century the icelandic trade had considerable importance for Hamburg. This importance grew during the first decades of the 16th century until about 1560 when the icelandic trade seems to have been the livelyhood of about 15% of the inhabitants. Thereafter the Icelandic trade seems to have lost some of its relative importance as economic growth seems to have been huge in the city during this period. Still the Icelandic trade hade quite an importance in the year 1600 when about 10% of the inhabitants had its livelyhood from it.

Samþykkt: 
  • 25.4.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17588


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Þýðing Íslandsverslunar fyrir Hamborg (án forsíðu).pdf2.05 MBOpinnMeginmálPDFSkoða/Opna
ritgerd_titilsida.pdf5.83 kBOpinnTitilsíðaPDFSkoða/Opna
Ritgerð forsíða.pdf29.31 kBOpinnForsíðaPDFSkoða/Opna