en English is Íslenska

Thesis University of Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/1759

Title: 
 • Title is in Icelandic Það er leikur að læra
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Samfélagið hefur breyst mikið undanfarin ár og hraðinn orðinn mikill. Áhugamál barna breytast í takt við það. Skólinn þarf að bregðast við og reyna að höfða til nemenda á sem fjölbreytilegastan hátt.
  Tilgangur þessarar ritgerðar var að kanna hvort, og þá hvernig, leikir séu notaðir í stærðfræðikennslu. Í aðalnámskrá grunnskólanna kemur fram að nám með hjálp leiks er líklegt til að skapa jákvæð viðhorf til stærðfræðinnar. Því fannst mér mikilvægt að kanna hvort leikir væru notaðir.
  Leikir eru kennsluaðferð sem hægt er að nota til að brjóta upp hefðbundið kennsluform. Þeir stuðla einnig að betri samskiptum og hjálpa nemendum að vinna saman og læra að virða skoðanir annarra. Leikir geta kveikt áhuga meðal nemenda á viðfangsefninu og þeir sem eru getuminni geta fengið tækifæri til að sýna hvað í þeim býr í leiknum. Margt bendir til þess að leikir séu ekki mikið notaðir í kennslu. Í ritgerðinni nefni ég dæmi um leiki sem gott er að nota við stærðfræðikennslu.
  Rannsóknarspurningin sem sett var fram var: Eru leikir notaðir í stærðfræðikennslu og þá hvernig?
  Við gerð könnunarinnar var notað eigindlegt rannsóknarsnið. Við val á viðmælendum var stuðst við hentugleikaúrtak sem samanstóð af sex stærðfræðikennurum sem hafa allt frá 3 til 42 ára reynslu af stærðfræðikennslu. Eitt viðtal var tekið við hvern kennara, viðtölin tóku um hálfa til eina klukkustund. Kennararnir voru spurðir út í hvort og þá hvernig þeir nota leiki í kennslu.
  Niðurstöðurnar leiddu í ljós að leikir eru ekki mikið notaðir á eldri skólastigunum en nokkuð á þeim yngri. Viðmælendur mínir eru allir sammála um mikilvægi þess að nota leiki við stærðfræðikennslu. Margir viðmælenda minna vilja gjarnan nota leiki meira en finnst tíminn of naumur. Niðurstöður mínar eru að mestu í samræmi við niðurstöður úr öðrum rannsóknum. Ég tel niðurstöðurnar vera áhugavert innlegg í umræðuna um fjölbreytilega kennsluhætti.

Accepted: 
 • Jul 23, 2008
URI: 
 • URI is in Icelandic http://hdl.handle.net/1946/1759


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
B.Ed-ritgerðin.pdf283.94 kBOpenÞað er leikur að læra-heildPDFView/Open