is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17603

Titill: 
 • Sala tiltekinna bólgueyðandi lyfja á Íslandi og tengsl við blæðingar í meltingarvegi 2003-2013. Kostir og gallar aukins aðgengis lausasölulyfja
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Inngangur: Rekstur lyfjabúða er mismunandi á Norðurlöndum og er sífellt að taka breytingum. Í því skyni að auka aðgengi almennings að lyfjum og minnka álag á heilbrigðisstofnanir hefur sala ákveðinna lyfja verið heimiluð utan lyfjabúða víða á Norðurlöndum. Á sama tíma minnkar fagleg ráðgjöf samhliða lyfjakaupum þar sem hún er ekki veitt utan lyfjabúða. Bólgueyðandi NSAID-lyf (e. Non-steroidal anti inflammatory drugs) eru mikið seld lyf í lausasölu. Klínískar rannsóknir hafa áður sýnt samband milli notkunar tiltekinna NSAID-lyfja og blæðinga í meltingarvegi. Mikilvægt er að slíkum lyfjum fylgi áreiðanlegar upplýsingar um notkun svo takmarka megi alvarlegar aukaverkanir lyfjanna líkt og blæðingar í meltingarvegi.
  Markmið: Markmið þessa verkefnis var að athuga hvort þessi tengsl milli notkunar NSAID-lyfja og blæðinga í meltingarvegi mætti sjá í sölu NSAID-lyfja á landsvísu og heildarfjölda innlagna vegna blæðinga í meltingarvegi á Íslandi á árunum 2003-2013. Í því samhengi var fjallað um hvort æskilegt væri að heimila sölu þessara lyfja utan lyfjabúða á Íslandi eins og víða er gert á Norðurlöndum.
  Aðferðir og gagnaöflun: Gögn um lyfjasölu á Íslandi 1993-2013 voru fengin frá Lyfjastofnun. Gögn um lyfjasölu á öðrum löndum á Norðurlöndum voru fengin úr lyfjagagnagrunnum í hverju landi. Gögn um fjölda tilfella blæðinga í meltingarvegi voru fengin frá Landspítala – háskólasjúkrahúsi.
  Niðurstöður og umræður: Heildarsala NSAID-lyfjanna á Íslandi jókst um 23,3% og sala á NSAID-lyfjum í lausasölu um 19,7% á tímabilinu 2003-2013. Á sama tímabili fjölgaði tilfellum blæðinga í meltingarvegi um 47% á Íslandi. Við samanburð á löndunum á Norðurlöndum var áhugavert að sjá að aukningu í heildarsölu NSAID-lyfjanna á tímabilinu 2009-2012 var bara að finna á Íslandi. Með aukinni ráðgjöf lyfjafræðinga í lyfjabúðum má komast hjá mörgum lyfjatengdum vandamálum sem gæti minnkað álag á heilbrigðisstofnanir.

 • Útdráttur er á ensku

  Introduction: Operations of Pharmacies are different in the Nordic countries and are constantly changing. To increase public access to medicines and diminish the workload in hospitals certain medicines are now sold outside of pharmacies in the Nordic countries. As a result of this arrangement pharmaceuticals are now sold outside of pharmacies where counseling is not provided. Clinical studies have shown a relationship between the use of NSAID drugs, a common over the counter drug, and gastrointestinal bleedings. To minimize drug related problems in relation to the sale of over the counter drugs a professional counseling should be provided in pharmacies.
  Objectives: The aims of this study was to evaluate if a trend can be seen in the use of NSAID drugs and gastrointestinal bleedings in sales of NSAID drugs and hospitalization caused by gastrointestinal bleedings in Iceland in 2003-2013. A comparison was made between the sales of certain NSAID drugs over the counter in the Nordic countries and it was also evaluated if the sales of certain NSAID drugs should be allowed outside of pharmacies like has been done in some other Nordic countries.
  Methods and data collection: Data for the sales of certain medicines in Iceland 1993-2013 were retrieved from the Icelandic Medicines Agency. Data for the sales of certain medicines on the Nordic countries were acquired from databanks from each country. Number of gastrointestinal bleedings in Iceland were retrieved from the National University Hospital of Iceland.
  Results and discussion: Increase in the total sales of NSAIDs in Iceland was 23,3% and increase in over-the-counter medicines was 19,7% in 2003-2013. At the same time gastrointestinal bleedings increased by 47%. Total sales of NSAID was compared within the Nordic countries in 2009-2012, increase in sales was only found in Iceland. Drug related problems may be reduced with more pharmaceutical counseling from pharmacists and that could benefit the society.

Samþykkt: 
 • 30.4.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/17603


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MSlyfjafraediAudurElin.PDF1 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna