is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17607

Titill: 
 • Samlegðaráhrif meðferðar með TNF hemli og methotrexate í sóragigt
 • Titill er á ensku Synergistic effect of TNF-inhibitors and methotrexate in the treatment of psoriatic arthritis.
Námsstig: 
 • Meistara
Efnisorð: 
Útdráttur: 
 • Inngangur: Sóragigt sker sig frá öðrum liðbólgugigtum vegna tengsla sinna við psoriasis en hér á landi finnst hún hjá 16% þeirra sem hafa psoriasis. Lyf gegn sóragigt skiptast í þrjá flokka: Einkennalyf (t.d. non-steroidal anti-inflammatory drugs, NSAID), hefðbundin sjúkdómsdempandi lyf (t.d. methotrexate) og líftæknilyf (t.d. infliximab, adalimumab og etanercept). Gerðar hafa verið margar rannsóknir á virkni methotrexate og líftæknilyfja á sóragigt í sitthvoru lagi en virkni þeirra saman hefur lítið verið skoðuð. Markmið þessa verkefnis var að athuga hvort að notkun methotrexate hafi samlegðaráhrif á meðferðarárangur umfram notkun líftæknilyfjanna einna þegar lyfin eru gefin saman í almennri meðferð, utan lyfjarannsókna.
  Aðferðir: Fengnar voru upplýsingar úr ICEBIO gagnabankanum um sjúklinga með sóragigt á Íslandi. Notast var við ACR20, ACR50, ACR70 og EULAR skilmerki til að meta árangur á fyrirfram skilgreindum tímapunktum í fyrstu meðferð sjúklinga með TNF hemli, og bornir saman þeir sem fengu methotrexate með meðferðinni við þá sem aðeins fengu líftæknilyf. Gögnin voru síðan greind með aðhvarfsgreiningu og leiðrétt var fyrir BMI, aldri og kyni. Að síðustu var gerð næmnisgreining með intention-to-treat greiningu.
  Niðurstöður: Eftir 52 vikur höfðu 18% af þeim sem voru aðeins á líftæknilyfi og 65% af þeim sem voru á methotrexate og líftæknilyfi náð ACR50 með OR = 27 (95% CI: 2,75– 889,7; p = 0,0165) á að ná ACR50. Einnig höfðu 42% af þeim sem voru aðeins á líftæknilyfi og 65% af þeim sem voru á methotrexate og líftæknilyfi náð ACR20 með OR = 6,56 (95% CI: 1,06-55,0; p = 0,0426) á að ná ACR20.
  Umræður: Sjúklingar sem fengu samhliða meðferð með methotrexate með TNF hemli voru tölfræðilega marktækt líklegri til að ná ACR20 og ACR50 eftir 52 vikna meðferð heldur en þeir sem eingöngu fengu TNF hemil. Þessi munur kemur seinna fram í þessari rannsókn en í áður birtum rannsóknum á sama efni í sóragigt og iktsýki, en gæta ber þess að rannsóknarhópurinn var smár.

 • Útdráttur er á ensku

  Introduction: In Iceland psoriatic arthritis, an inflammatory arthritis that differs from other inflammatory arthritis by its connection to psoriasis, is found in 16% of psoriasis patients. Treatment for psoriatic arthritis is split is three groups: Drugs that treat the symptoms but not the cause, disease modifying antirheumatic drugs and biopharmaceuticals. Several studies on the seperate effects of methotrexate and biopharmaceuticals on psoriatic arthritis have been conducted but their synergistic effects have not been studied much. The goal of this study was to research these synergistic effects.
  Methods: Information about psoriatic arthritis patients in Iceland were obtained from the ICEBIO database. ACR20, ACR50, ACR70 and EULAR were used as the criteria to assess the effects at predefined intervals for patients recieving their first biopharmaceutical treatment. The data was evaluated using logistic regression and we corrected for BMI, age and gender. Finally a sensitivity analysis was done using intention-to-treat analysis.
  Results: After 52 weeks 18% of the patients only on a biopharmaceutical treatment and 65% of those also on a concurrent methotrexate treatment had achieved ACR50 with OR = 27 (95% CI: 2,75–889,7; p = 0,0165) to achieve ACR50. Additionally 42% of the patients only on a biopharmaceutical treatment and 65% of those also on a concurrent methotrexate treatment had achieved ACR50 with OR = 6,56 (95% CI: 1,06-55,0; p = 0,0426) to achieve ACR20.
  Discussion: Patients that recieved a concurrent methotrexate treatment with a TNF inhibitor were statistically more likely to achieve ACR20 and ACR50 after 52 week than patients that only recieved a TNF inhibitor. This difference appears later than in previous studies but care must be taken when interpreting the results because of a small study group.

Samþykkt: 
 • 30.4.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/17607


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Meistararitgerð - TNF og MTX.pdf1.56 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna