en English is Íslenska

Thesis (Master's)

University of Iceland > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/17608

Title: 
 • Title is in Icelandic Áhrif lannótinidíns C úr íslenskum lyngjafna (Lycopodium annotinum) á boðefnaframleiðslu og innanfrumuboðleiðir THP-1 einkjörnunga in vitro
Degree: 
 • Master's
Keywords: 
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Notkun náttúruefna í læknisfræðilegum tilgangi hefur tíðkast frá örófi alda og hafa slík efni verið ein helsta uppspretta nýrra efna til lyfjaþróunar. Lyngjafni, ein fimm tegunda jafna sem vaxa á Íslandi, er frumstæð æðaplanta með ríkulegt innihald lýkópódíum alkalóíða, sem þekktir eru fyrir fjölbreytta lífvirkni og má rekja notkun þeirra, m.a. við bólgum, langt aftur til kínverskra alþýðulækninga. Ónæmisfræðilegar rannsóknir á lýkópódíum alkalóíðum úr jöfnum eru ekki komnar eins langt á veg og til að mynda rannsóknir á andkólínesterasavirkni þeirra og er því vel við hæfi að rannsaka áhrif slíkra efna á bólguviðbrögð frumna ósérhæfða ónæmiskerfisins.
  Markmið þessarar rannsóknar var þríþætt. Í fyrsta lagi að einangra lýkópódíum alkalóíða úr íslenskum lyngjafna, í öðru lagi að skima fyrir ónæmisfræðilegum áhrifum lýkópódíum alkalóíða úr lyngjafna og skollafingri og í þriðja lagi að kanna áhrif lannótinidíns C og lannótinidíns D á bólguviðbrögð THP-1 einkjörnunga.
  Við aðgreiningu og hreinsun lýkópódíum alkalóíða úr þætti einangruðum úr lyngjafna var notast við magnbundna háþrýstivökvaskiljun (HPLC) og skimað fyrir ónæmisfræðilegum áhrifum hrárra úrdrátta og lýkópódíum alkalóíða úr jöfnum í angafrumum. Frekari rannsóknir á lannótinidíni C, ásamt ferulic sýru sem er stór hluti af byggingu lannótinidíns C, voru framkvæmdar í THP-1 einkjörnungum. THP-1 einkjörnungar næmdir með IFN-γ og örvaðir með LPS voru ræktaðir í návist prófefna og án þeirra. Styrkur boðefnanna IL-10, IL-12p40, IL-6, IL-1Ra, IL-23 og IL-27 var metinn með ELISA aðferð ásamt því sem virkjun MAP kínasa (p38 og ERK1/2), PI3K-Akt og NF-κB boðleiðanna var metin með Western blot aðferð.
  Ræktun THP-1 einkjörnunga í návist lannótinidíns C og ferulic sýru virtust ekki hafa áhrif á lífvænleika þeirra en áhrif prófefnanna á örvun frumnanna sáust greinilega í smásjá þar sem örvaðar frumurnar mynduðu kúlulaga og þéttar þyrpingar eftir 24 klst örvun sem urðu ennþá stærri og þéttari eftir 48 klst örvun, samanborið við örvaðar frumur án prófefna. THP-1 einkjörnungar ræktaðir í návist ferulic sýru seyttu minna af IL-10, IL-12p40, IL-6 og IL-1Ra á meðan frumur ræktaðar í návist lannótinidíns C seyttu minna af IL-10 og IL-1Ra samanborið við örvaðar frumur. Styrkur IL-23 og IL-27 í floti frumna var undir greiningarmörkum. Prófefnin höfðu ekki áhrif á fosfæringu á p38, ERK1/2 eða Akt né á niðurbrot IκBα.
  Samantekið benda niðurstöðurnar til þess að lannótinidín C hafi tilhneigingu til að auka bólgusvörun THP-1 einkjörnunga með því að draga úr myndun þeirra á bólguhamlandi boðefnum. Þó ferulic sýra sé stór hluti af byggingu lannótinidíns C hafði hún önnur áhrif en lannótinidín C, þar sem hún dró úr myndun á bólguhvetjandi jafnt sem bólguhemjandi boðefnum. Þörf er á frekari rannsóknum á ónæmisfræðilegum áhrifum lannótinidíns C.

Accepted: 
 • Apr 30, 2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/17608


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
M.Sc verkefni. Sonja Ósk pdf.pdf5.92 MBOpenHeildartextiPDFView/Open