is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17611

Titill: 
 • Svefnlyfjanotkun og fjöllyfjanotkun ávanabindandi lyfja á Íslandi 2003-2013
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Inngangur: Svefnröskun er algengt heilkenni sem getur haft ýmis áhrif á andlega- og líkamlega heilsu. Rannsóknir hafa sýnt að svefnleysi eykst með aldri. Undanfarin ár hefur verið aukinn áhugi fyrir því að bera saman notkun ávanabindandi lyfja milli landa, þar sem vísbendingar eru um að slík notkun hefur aukist mikið. Meðal annars hefur áhugi verið fyrir faraldsfræði notkunar örvandi lyfja, svo og róandi- og svefnlyfja. Rannsóknir hafa sýnt að notkun róandi- og svefnlyfja á Íslandi er mest á meðal Norðurlandanna, svo og notkun örvandi lyfja.
  Markmið rannsóknarinnar var að kanna algengi og nýgengi noktunar róandi- og svefnlyfja á Íslandi árin 2003-2013. Auk þess var skoðað heildarmagn notkunar ávanabindandi lyfja hjá þjóðinni og svefnlyfjanotendum.
  Aðferðir: Notast var við ópersónugreinanleg samantektargögn frá Embætti landlæknis fyrir tímabilið 2003-2013. Einstaklingum var skipt upp í aldurshópa og eftir kyni.
  Niðurstöður: Svefnlyfjanotkun er meiri hjá konum en körlum auk þess sem aukning í ávísuðum dagsskömmtum hefur verið meiri í gegnum árin. Bæði svefnlyfjanotkun og aukning svefnlyfjanotkunar er meiri hjá eldri konum en þeim yngri.
  Notkun svefnlyfja og annarra ávanabindandi lyfja jókst umtalsvert á árunum 2003-2009, virðist ná toppi árin 2010-2011, og haldast stöðug eftir það.
  Umræður: Notkun Íslendinga á ávanabindandi lyfjum og svefnlyfjum á undanförnum árum er mikil í samanburði við önnur Norðurlönd. Konur á aldrinum 50-70 ára eru flestar ekki komnar á öldurnarstofnanir á þessum aldri, en þó hefur notkun svefn- og ávanabindandi lyfja þá þegar aukist umtalsvert meðal þeirra í samanburði við yngri konur.
  Hjá konum er mynstur notkunar á svefnlyfjum og ávanabindandi lyfjum svipuð í heildarþýði. Hjá körlum reyndist meiri aukning í heildarnotkun ávanabindandi lyfja en í svefnlyfjum.

Samþykkt: 
 • 30.4.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/17611


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ritgerð í sniðmáti.2014.04.29_2.pdf2.44 MBLokaður til...30.04.2024HeildartextiPDF