is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/17617

Titill: 
  • Réttindi og skyldur að einkamálarétti. Gildissvið 1. mgr. 6. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu í einkamálum
  • Titill er á ensku Civil rights and obligations. The scope of application of article 6 paragraph 1 of the European Convention on Human Rights in civil cases
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Gildissvið 1. mgr. 6. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu í einkamálum er háð því að í máli sé kveðið á um réttindi og skyldur manns að einkamálarétti. Í enskum og frönskum texta 1. mgr. 6. gr. MSE er gildissvið greinarinnar orðað á eftirfarandi hátt: „in the determination of his civil rights and obligations“ og „qui décidera soit des contestations sur ses droits et obligations de caractère civil.“ Þar sem frumtexti sáttmálans er gildur á þessum tungumálum veltur gildissvið 1. mgr. 6. gr. á túlkun á enskum og frönskum texta hans. Ritgerð þessi fjallar um gildisskilyrði 1. mgr. 6. gr. MSE í einkamálum sem markast af þessum textum. Til þess að mál falli undir greinina þarf að fullnægja þrepkenndum gildisskilyrðum hennar. Í fyrsta lagi þurfa réttindin og skyldurnar að vera að einkamálarétti. Þetta skilyrði er fyrst nálgast út frá almennum túlkunarreglum þjóðaréttar sem er að finna í Vínarsamningnum um milliríkjasamninga. Almenn merking orðalags greinarinnar og undirbúningsgögn hennar eru rannsökuð. Fjallað er um hvernig Mannréttindanefnd og Mannréttindadómstóll Evrópu hafa skýrt hugtakið einkamálaréttur í framkvæmd sinni.
    Annað skilyrði 1. mgr. 6. gr. er krafa um að ágreiningur sé uppi í máli og er kannað hvaða atriði MDE hefur lagt til grundvallar að því leyti. Þriðja skilyrði greinarinnar er að mál skuli varða réttindi og skyldur sem hægt sé að rökstyðja að séu viðurkennd að landsrétti. Loks er lagt mat á fjórða skilyrði 1. mgr. 6. gr. sem er að úrslit máls leiði til ákvörðunar réttinda og skyldna. Þegar réttindi eru ákvörðuð í skilningi 1. mgr. 6. gr. er átt við að úrslit máls hafi bindandi lagaleg áhrif á réttindi.
    Meginniðurstaða ritgerðarinnar er að MDE hefur túlkað gildissvið 1. mgr. 6. gr. á mjög víðtækan hátt. MNE túlkaði áður gildisssvið greinarinnar á mjög þröngan hátt stuttu eftir gildistöku MSE en MDE hefur aldrei tekið upp þessa nálgun hennar. Þó eru enn vissir flokkar mála sem falla utan greinarinnar vegna þess að réttindin þar til umfjöllunar teljast ekki af meiði einkamálaréttar. Orðalag og undirbúningsgögn greinarinnar renna ekki stoðum undir þá nálgun að fella vissa málaflokka utan greinarinnar, þvert á móti leiða þau til þess að öll mál ættu að falla undir 1. mgr. 6. gr. Færð eru fram rök fyrir því að MDE ætti að víkka út gildissvið 1. mgr. 6. gr. enn frekar.

Samþykkt: 
  • 30.4.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17617


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Kristján Jónsson.pdf1,05 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna