is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1762

Titill: 
  • Agi og bekkjarstjórnun
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Umfjöllunarefni þessa B.Ed. lokaritgerðar er agi og bekkjarstjórnun og er í tveimur liðum. Í fyrsta lagi er fræðilegur hluti og yfirlit yfir stöðu mála. Litið er á skilgreiningar á þeim hugtökum ásamt skilningi sem fólk hefur lagt í þau í gegnum tíðina. Þar sem miklar þjóðfélagsbreytingar hafa átt sér stað, veltum við fyrir okkur hvaða áhrif þær hafa á uppeldi og hegðun íslenskra barna og hvernig það endurspeglast í grunnskólastarfinu. Þetta byggjum við á fræðilegum grunni þar sem minnst er á uppeldisaðferðir allt frá 15.öld. Vitnað er í brautryðjanda bekkjarstjórnunar, Jacob Kounin, sem hefur haft töluverð áhrif á ýmsar þær aðferðir sem notaðar eru nú á tímum til að halda uppi aga við kennslu. Bekkjarstjórnun miðar að fyrirbyggjandi aðgerðum frekar en að taka á vandanum eftir að hann er kominn upp, sem stuðlar að betri vinnufriði og þar með betri líðan nemenda og bættum námsárangri þeirra. Við vinnslu fræðilega kaflans kom mikilvægi góðrar bekkjarstjórnunar ótvírætt í ljós. Góð stjórnun skilar sér í bættu námsumhverfi, og er hún því ávinningur til framtíðar bæði fyrir kennara og nemendur. Best þykir að efla sjálfstjórn nemenda með jákvæðri styrkingu, með hliðsjón af langtímaárangri verða nemendur færari um að taka aukna ábyrgð á eigin námi og hegðun.
    Í síðari hlutanum er sjónum beint að Grunnskóla Vestmannaeyja og var könnun lögð fyrir kennara skólans. Markmið könnunarinnar var að kanna stöðu agamála í skólanum og hver viðhorf kennara skólans eru til bekkjarreglna og agakerfa auk þess að kanna hver skýring þeirra væri á hegðunarvanda nemenda í skólanum. Niðurstöður könnunarinnar leiddu m.a. í ljós að sumir kennarar nota sín eigin agakerfi við bekkjarstjórnun. Algengast er að umbun, eða jákvæð styrking, sé notuð og stundum er refsing notuð samhliða. Greinilegt var að margir kennarar vildu meiri samræmingu á reglum og innleiðingu á heildar agakerfi sem mun styðja við bakið á þeim við bekkjarstjórnun.

Samþykkt: 
  • 23.7.2008
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/1762


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Agi_bekkjarstjornun.pdf863.58 kBOpinn"Agi og bekkjarstjórnun"-heildPDFSkoða/Opna