Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/17622
Seljabúskapur var lengi framan af lítt rannsakaður á Íslandi en á síðustu áratugum hafa farið fram fornleifarannsóknir sem miða að því að gera bragarbót þar á. Ritgerðin miðar að því að líta yfir farinn veg og benda á þá staðreynd að seljabúskapur var hluti af samfélags- og efnahagslegu kerfi hvers bæjar og svæðis og þess vegna má gera ráð fyrir mismun og margbreytileika í seljabúskap á landsvísu. Alhæfingar um ýmsa þætti seljabúskapar á Íslandi og hugmyndir um einsleitni í seljabúskap eiga ekki við og nauðsynlegt er að skoða sel og seljabúskap hvar sem er í sínu landslags-, samfélags- og efnahagslega samhengi. Í síðasta hluta ritgerðarinnar er sýnt fram á hve mikilvægt samhengi seljabúskaparins er í rannsóknum á honum og hvernig breytingar í því kerfi sem hann var hluti af höfðu áhrif á seljabúskapinn. Er þetta gert með því að rannsaka endalok seljabúskapar í Helgafellssveit og Eyrarsveit á norðanverðu Snæfellsnesi og er grundvöllur þeirrar rannsóknar gögn nýlegs rannsóknarverkefnis - Seljabúskapur á norðanverðu Snæfellsnesi. Endalok seljabúskapar í þessum tveimur sveitum voru ekki eins þótt ákveðnir hlutar ferlisins hafi haldist í hendur. Hægt er að rekja þennan mismun til breytileika í samfélags- og efnahagslegu kerfi sveitanna auk mismunandi landslags í sveitunum tveimur.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
MA ritgerð - sel og seljabúskapur.pdf | 2,67 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Viðauki 2a - Fornleifaskrá 2011 - Helgafellssveit.pdf | 6,63 MB | Opinn | Viðauki | Skoða/Opna | |
Viðauki 2b - Fornleifaskrá 2011 - Helgafellssveit (viðbót sumar 2012 - Gautsstaðagróf).pdf | 16,78 MB | Opinn | Viðauki | Skoða/Opna | |
viðauki 2c - Fornleifaskrá 2012 - Eyrarsveit.pdf | 45,26 MB | Opinn | Viðauki | Skoða/Opna |