is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17626

Titill: 
  • Einkenni og mörk eignarnáms og skatta
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni þessarar ritgerðar er að draga fram einkenni skatta og eignarnáms og feta þann vandrataða veg sem liggur milli þessara tveggja fyrirbrigða. Í upphafi ritgerðarinnar er leitast við að skilgreina helstu einkenni skatta annars vegar og eignarnáms hins vegar. Í framhaldinu er vikið að mörkum skatta og eignarnáms. Markmið ritgerðarinnar er að draga fram þau sjónarmið sem hafa áhrif á það í hvorn flokkinn einstakar ráðstafanir ríkisvaldsins, og eftir atvikum annarra aðila, falla. Umfjöllunin á að vera eins konar leiðarvísir um þau sjónarmið sem almennt er rétt að hafa í huga þegar álitaefni af þessum toga eru til skoðunar. Einna helst reynir á það þrætuefni hvort um skatta eða eignarnám sé að ræða þegar löggjafinn setur almenn lög sem sögð eru fela í sér heimild til skattlagningar en þeir aðilar sem skattlagningin beinist að telja hana fela í sér ólögmætt eignarnám. Oft eru miklir hagsmunir í húfi þegar slík álitaefni rekur á fjörur dómstóla enda eru skattar ein helsta fjármögnunarleið ríkisins. Í íslenskum rétti er hins vegar stjórnarskrárbundið að við eignarnám komi fullt verð fyrir samkvæmt 1. mgr. 72. gr. stjskr. Það varðar því miklu bæði fyrir skattþegna og ríkisvaldið að skýrt sé um hvort fyrirbrigðið er að ræða.
    Ritgerðin skiptist í sjö kafla sem greinast jafnframt í undirkafla. Í 2. kafla er fjallað um skatthugtakið, helstu einkenni og ástæður skattlagningar sem og kröfur stjórnarskrárinnar til skatta. Í 3. kafla er fjallað um hugtakið eign, einkenni eignarréttinda og stjórnarskrárvernd þeirra sem og kröfur 1. mgr. 72. gr. stjskr. til eignarnáms. Jafnframt er umfjöllun um almennar takmarkanir á eignarráðum. Í 4. kafla er umfjöllun um sameiginleg einkenni skatta og eignarnáms. Í 5. kafla eru teknir til skoðunar dómar MDE þar sem reynt hefur á hvort skattar samrýmist 1. gr. 1. viðauka MSE. Í 6. kafla er umfjöllun um markalínu eignarnáms og skatta. Þar er sjónum beint að fræðiskrifum og farið yfir dómaframkvæmd. Í 7. kafla eru helstu niðurstöður ritgerðarinnar raktar.

Samþykkt: 
  • 30.4.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17626


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sindri M Stephensen.pdf876.85 kBLokaður til...01.01.2100HeildartextiPDF