is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/1763

Titill: 
  • Allir hafa sér til ágætis nokkuð : skóli fyrir alla
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið þessa verkefnis var að kynna mér þær miklu breytingar sem orðið hafa á menntun barna með sérþarfir. Þróun hugmyndafræðinnar um skóla fyrir alla á rætur sína að rekja allt til þess tíma er blöndun fór að ryðja sér til rúms upp úr 1970. Í þessu verkefni er fjallað um þróunina. Ég skoðaði lög, reglugerðir og alþjóðlegar yfirlýsingar sem tengjast menntun og mannréttindum. Til að leita svara tók ég viðtal við foreldra fimm barna með sérþarfir. Börnin eru með Downs heilkenni og eru á yngstastigi og miðstigi í almennum grunnskóla. Lögð var fram rannsóknarspurningin hvernig gengur börnum með sérþarfir námslega og félagslega í almennum skóla? Einnig var skoðað viðhorf foreldranna til almenns skólaúræðis og sérskólaúræðis. Rannsóknin var eigindleg. Spurningarlisti var lagður fyrir foreldrana og svörin tekin upp á segulband. Í umræðukaflanum flétta ég fræðilega vitneskju saman við útkomuna úr viðtölum foreldra barnanna.
    Í verkefninu fjalla ég almennt um fötlun og fer ýtarlegra í eina tegund af fötlun og var Downs heilkenni fyrir valinu meðal annars af því að það er algengasta fötlunin hér á landi. Ég fór aðeins yfir líkamlega galla þessara barna, en mikið af meðfæddum göllum geta fylgt börnum með downs heilkenni. Ég fjallaði um kennslu barna með downs heilkenni og kom lítilega inn á hugmyndafræði Írenar Johanson en hún hefur helgað börnum með Downs heilkenni krafta sína og eru þó nokkuð margir nemendur sem vinna eftir hugmyndafræðinni hennar. Fjallað var um einstaklingsnámskrá sem er ein megin forsenda að þessum börnum vegni vel í skóla. Niðurstöður rannsóknar minnar leiddu í ljós að viðmælendur mínir töldu betra fyrir börnin sín að vera í almennum skóla en vildu sjá meiri sértækari úræði innan skólans. Helstu kostina við að vera í almennum skóla töldu allir viðmælendur mínir að það væri fyrirmyndirnar. Börnin læra af venjulegu fólki það sem allir þurfa að læra í lífinu. Helstu ókostirnir voru að þeirra mati að börnin einangrast félagslega þar sem skólinn kemur ekki nóg til móts við þau.

Samþykkt: 
  • 23.7.2008
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/1763


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð samantekt taka 2.pdf231.66 kBOpinnHeildPDFSkoða/Opna