Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/17630
Þessi 30 eininga ritgerð fjallar um hópavinnu og samvinnunám og notkun þessara kennsluaðferða í enskukennslu. Fyrri hluti verkefnisins gerir grein fyrir þeim kenningum sem hið svokallaða samvinnunám (ens. Cooperatie Learning) er byggt á og lýsir sögu þessarar kennsluaðferðar. Fyrst er kenningum um tjáskiptamiðað nám (ens. Communicative Approaches) lýst en þær mynda grunninn að samvinnunámi. Kostum samvinnunáms er þá lýst, meðal annars uppbyggingu hópa, undibúning nemenda fyrir samvinnunám og breyttar áherslur, til að mynda breytt hlutverk kennara og nemenda, sem aðferðin felur í sér. Þá verður fjallað um hvernig nýta má samvinnunám í tungumálakennslu. Seinni hluti ritgerðarinnar lýsir rannsókn sem gerð var í tengslum við efnið. Rannsóknin miðaði að því að skoða hvernig enskukennarar á Íslandi nota hópavinnu í kennslu sinni og hvort að íslenskir kennarar þekktu til formlegs samvinnunáms sem kennsluaðferðar. Niðurstöðurnar benda til að hópastarf sé notað töluvert í tungumálanámi hér á landi en lítið sé stuðst við formlegt samvinnunám. Ástæður sem gefnar eru eru meðal annars skortur á þekkingu kennara á þessari kennsluaðferð.
This 30-credit thesis discusses group work and Cooperative Learning and the uses of these different teaching approaches. The first part of the project describes and the theoretical foundation of Cooperative Learning (Ice. samvinnunám) and outlines the development history of the methodology. The thesis begins by discussing Communicative approaches that form the foundation of Cooperative Learning. The benefits of Cooperative Learning will be described along with the planning of cooperative groups, how to prepare students for cooperative approaches and the various frameworks used to structure cooperative instruction. In addition, the thesis will discuss how Cooperative Learning can be applied in language teaching. The latter part of the essay describes a study that was conducted in relation to the subject. The study explored how English teachers in Iceland use group work in their classes and whether they are familiar with formal Cooperative Learning methods. The results indicate that group work is used to some extent in Iceland and that teachers believe that it is beneficial, but Cooperative Learning as a methodology seems to play a minor role in language teaching, as teachers are not familiar with this way of structuring group work.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Kristjana Hrönn_MA thesis.pdf | 932,63 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |