is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17635

Titill: 
  • Einelti á vinnustöðum hins opinbera
  • Titill er á ensku Workplace bullying in the public sector
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Einelti er alvarlegt vandamál í íslensku samfélagi. Umfjöllunarefni þessarar ritgerðar er einelti á vinnustöðum hins opinbera, þ.e. einelti á vinnustöðum ríkis og sveitarfélaga. Meginmarkmið ritgerðarinnar er að greina frá helstu lagareglum sem ber að fylgja við meðferð eineltismáls á vinnustöðum hins opinbera. Þar skipta mestu máli ákvæði vinnuverndarlaga og reglugerða sem settar eru með stoð í þeim, skráðar og óskráðar reglur stjórnsýsluréttarins og ákvæði starfsmannalaga.
    Í 2. kafla ritgerðarinnar er fjallað almennt um einelti á vinnustað og helstu skilgreiningar á einelti. Einnig er fjallað um hugtaksskilyrði eineltis, birtingarmyndir þess og tíðni. Í 3. kafla er fjallað um ákvæði vinnuverndarlaga og reglugerða um einelti á vinnustað. Sérstök áhersla er lögð á að greina frá skyldum sem hvíla á atvinnurekendum, starfsmönnum og vinnuverndarfulltrúum til að koma í veg fyrir einelti og bregðast við því. Einnig er fjallað um hlutverk Vinnueftirlitsins í eineltismálum og úrræði sem það getur gripið til. Í lok kaflans er fjallað um vinnuverndarlöggjöf á Norðurlöndum um einelti á vinnustað.
    Í 4. kafla er fjallað um meðferð eineltismáls hjá hinu opinbera. Sérstök áhersla er lögð á að greina frá helstu reglum stjórnsýsluréttarins sem fylgja ber við meðferð málsins frá kvörtun til niðurstöðu. Mikilvægt er að fylgja stjórnsýslulögunum við rannsókn eineltis, þar sem einelti getur leitt til áminningar og jafnvel uppsagnar. Í 5. kafla er fjallað um áminningu, uppsögn og breytingar á störfum vegna eineltis. Áhersla er lögð á að greina frá lagareglum sem ber að fylgja þegar þessum úrræðum er beitt gagnvart ríkisstarfsmanni vegna eineltis. Í 6. kafla er fjallað um yfirstjórnunar- og eftirlitsheimildir ráðherra með hliðsjón af eineltismálum. Gerð er grein fyrir nokkrum almennum og sértækum stjórnunarúrræðum sem ráðherra getur gripið til á grundvelli þessara heimilda. Í lok kaflans er fjallað um athafnaskyldu, sem getur hvílt á ráðherra, til að bregðast við einelti. Í 7. kafla eru helstu niðurstöður dregnar saman.

Samþykkt: 
  • 2.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17635


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Eineltiavinnustodumhinsopinbera.pdf954.21 kBLokaður til...29.08.2030HeildartextiPDF