is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17636

Titill: 
 • Tölvuglæpir og refsilögsaga vegna þeirra
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Það er enginn vafi á að tölvutækni og internetið ásamt annarri tækni sem hefur eflt samskipti einstaklinga er hægt að nota í glæpsamlegum tilgangi. Þó svo aðeins hafi verið fjallað um málefnið að takmörkuðu leyti hafa tölvu tengdir glæpir og tölvuglæpir verið þekkt fyrirbæri síðustu áratugi. Glæpir á borð við skemmdir á tölvubúnaði, ólöglegur aðgangur að tölvu, svik með notkun tölvu eða hugbúnaðarstuldur hafa verið þekkt sem afbrot allt frá sjöunda áratug síðustu aldar. Svokallaðir tölvuglæpir eru oftar en ekki framdir í fjölþjóðlegri vídd og þ.a.l. hafa þeir skapað ýmis réttarfarlegs og þjóðaréttarleg vandamál. Eitt þeirra vandamála snýr að lögsögu ríkja vegna tölvuglæpa þar sem að erfitt getur verið að átta sig á því hvar brotið á sér stað og þ.a.l. getur sprottið upp ágreiningur um hvaða ríki geti beitt lögsögu vegna brotsins. Í umfjölluninni verður lögð áhersla á heimildir ríkja til að beita refsilögsögu vegna slíkra glæpa.
  Markmið ritgerðarinnar er að leiða í ljós hvernig og hvenær ríki geti beitt lögsögu vegna slíkra glæpa. Það þarf að liggja ljóst fyrir hversu langt lögsaga tiltekins ríkis getur náð og til að forðast lögsöguágreining ríkja er mikilvægt að samkomulag sé um almenn viðmið þjóðaréttar þess efnis. Ritgerðinni er því ætlað að athuga hvort til staðar séu einhver almenn viðmið þegar ríki vill beita lögsögu vegna tölvuglæpa.
  Í 2. kafla ritgerðinnar er fjallað almennt um tölvuglæpi. Í upphafi kaflans verður gerð grein fyrir ýmsum skilgreiningum hugtakins þar sem litið verður til löggjafar víðs vegar um heiminn. Þá verður gerð grein fyrir hugtökum sem eru tengd tölvuglæpum ásamt því að útskýra internetið og gera greinarmun á tölvuglæpum og netglæpum. Að endingu verður litið til þess hvernig tölvuglæpir eru flokkaðir auk þess sem fjallað verður um helstu tegundir tölvuglæpa og þeir útskýrðir. Vegna þess hve lítið hefur verið fjallað um tölvuglæpi í íslenskum rétti verður í umfjöllun þessa kafla mest megnis stuðst við viðmið úr þjóðarétti ásamt bandarískum og evrópskum rétti.
  Í 3. kafla verður almennt fjallað um lögsögu og lögsögusjónarmið þjóðaréttar. Í 4. kafla ritgerðarinnar verða til rannsóknar helstu alþjóðastofnanir sem glíma við tölvuglæpi. Sú umfjöllun verður með þeim hætti að athugað verður hvaða valdheimildir slíkar stofnanir hafa til þess að grípa til aðgerða vegna tölvuglæpa og hvaða aðgerða stofnanirnar hafa gripið til. Þá verður litið til lagaumhverfis sem stafar frá stofnunum í tengslum við tölvuglæpi og verður þar sérstaklega athugað hvort og hvernig ríki geti beitt refsilögsögu vegna tölvuglæpa. Að því búnu verður sjónum beint að því hvernig staðan er á Íslandi, þ.e. hvaða aðgerða íslensk stjórnvöld hafa gripið til vegna tölvuglæpa og athugað hvort að nauðsynlegt sé að ganga enn lengra.
  Þungamiðju ritgerðarinnar er að finna í 5. kafla þar sem fjallað verður um lögsögu vegna tölvuglæpa. Þar verður gerð tilraun til að heimfæra hin hefðbundnu lögsögusjónarmið þjóðaréttar á tölvuglæpi ásamt því að aðrar hugsanlegar lausnir verða skoðaðar með það að leiðarljósi að finna út hvenær ríki geti beitt lögsögu vegna slíkra glæpa. Að endingu verða helstu niðurstöður ritgerðarinnar dregnar saman í 6. kafla.

Samþykkt: 
 • 2.5.2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/17636


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Tölvuglæpir og refsilögsaga vegna þeirra.pdf797.32 kBLokaður til...22.04.2050HeildartextiPDF