is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17637

Titill: 
  • Milliverðlagning og fjölþjóðafyrirtæki
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er gerð grein fyrir milliverðlagningu og fjölþjóðafyrirtækjum. Hvað er milliverðlagning og hvers vegna er hún til? Í hraðvaxandi alheimsvæðingu, hafa fjölþjóðafyrirtæki þanið út starfsemi sína. Þessu fylgja mikil viðskipti innan fyrirtækja yfir landamæri með vörur, þjónustu, fjármálafærslur og óáþreifanleg verðmæti. Vandi skattyfirvalda andspænis þessari þróun felst í því að sama fyrirtækið kaupir af sjálfu sér í einu landi og selur sjálfu sér aftur í öðru landi. Verðið byggir því ekki á framboði og eftirspurn, heldur hvað hentar best með tilliti til skattlagningar hverju sinni. Verðlagning milli tengdra fyrirtækja er kölluð milliverðlagning (transfer pricing).
    Reglur um milliverðlagningu í alþjóðlegum skattarétti taka til þeirra álitamála sem upp koma þegar alþjóðlegar fyrirtækjasamstæður hagræða verðlagningu á vöru eða þjónustu í innbyrðis viðskiptum með það að markmiði að stýra því hvar tekjur koma fram og hvar kostnaður verður til innan samsteypunnar. Tekjurnar er hægt að færa frá háskattalöndum til lágskattaríkja. Þannig flytjast skatttekjur frá einu ríki yfir í annað og stuðlar að óeðlilegri samkeppni milli ríkja um hagstæð skattaleg skilyrði fyrir erlendar fjárfestingar. Til varnar því hafa verið settar reglur um milliverðlagningu sem gefa skattyfirvöldum heimild til að véfengja þær forsendur sem skattaðili hefur byggt á. Ef óeðlileg verðlagning hefur átt sér stað þá geta skattyfirvöld lagt á skatta þar sem verð er miðað við venjuleg markaðskjör, án tillits til þess hvernig fyrirtækin mátu umræddar ráðstafanir í sínum bókum. Flest ríki reyna að sporna við þeim leka sem felst í skattflótta fyrirtækjasamsteypa og hafa sett upp regluverk í því skyni. Reglan um armslengdarviðmið gefur tóninn varðandi verðlagningu innan fyrirtækjasamsteypu. Í flestum tilfellum fylgja reglugerðunum ákvæði um skjalagerð og upplýsingaskyldu og viðeigandi refsingar ef fyrirmælum er ekki fylgt. OECD hefur sett fram leiðbeiningareglur, en það eru bara tilmæli til aðildarríkjanna og OECD hefur líka lagt til að fjölþjóðafyrirtækjum verði gert erfitt fyrir með að flytja hagnað yfir landamæri til lágskattaríkja og að þau leggi fram gögn um hve háa skatta þau greiði og hvar. En löggjöfin bannar hvorki skattsskjól né myndum dótturfélaga, sem virðast ekki hafa neinn annan tilgang en að flytja til fjármagn og komast hjá skattlagningu. Löggjöfin er ekki nægilega skýr og afgerandi og auðveldar þannig brask með milliverð.

Samþykkt: 
  • 2.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17637


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
11 juni 2014.pdf1.05 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna