is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1764

Titill: 
  • Er opinn leikskóli góður kostur?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Að mörgu er að hyggja þegar leikskóli opnar. Eftir hvaða stefnum og straumum á til að mynda að fylgja. Hér verður rýnt í opinn leikskóla. Spurt er hvort opinn leikskóli sé góður kostur. Í byrjun eru nokkrir kennismiðir kynntir til leiks, þar sem skoðaðar eru kenningar þeirra hvað varðar leik og þroska barna. Þeir kennismiðir sem teknir eru fyrir í þessari ritgerð eru þau John Dewey, Lev S. Vygotsky, Gregory Bateson og Birgitta Knutsdotter Olofsson. Farið er inn á gildi leiks í leikskólastarfi. Þar er farið inn á hvert hlutverk kennara er í leik barna og er til að mynda komið inn á þætti eins og gleði, umhyggju og sjálfsmynd barna. Frjálsi leikurinn er tekinn fyrir, þar er farið inn á þætti eins og það hversu mikilvægt það er fyrir börn að hafa nægan tíma til leikja. Að það sé ekki sífellt verið að brjóta daginn upp með stífu skipulagi. Einnig er sagt frá rannsókn sem sýnir að þau börn sem fengu að njóta sín í frjálsum leik í leikskóla náðu betri árangri í málfræði heldur en önnur þegar þau voru sjö ára. Tekið var viðtal við Huldu Ólafsdóttur sem víða hefur komið við, þá bæði sem leikskólakennari eða leikskólastjóri og var hún fyrsti leikskólastjórinn sem stóð að opnun opins leikskóla hér á Íslandi. Sá leikskóli heitir Vesturberg og er staðsettur í Reykjanesbæ. Saga Huldu er sögð ásamt uppruna Vesturbergs og hvernig leikskólastarf fer fram þar. Tekið var viðtal við fyrrverandi og núverandi foreldra af Vesturbergi sem láta í ljós sýnar skoðanir á opnum leikskóla ásamt því að talað var við tvo kennara sem tekið hafa á móti börnum frá þessum leikskóla, tilgangurinn með því var að fá að vita hvort sjánlegur munur væri á börnum sem koma frá opnum leikskóla eða öðrum.
    Abstract: Much has to be considered with the opening of a new kindergarten. What philosophy and strategies should be followed? In this work the open kindergarten will be addressed. The question asked is whether the open kindergarten is a good option. In the beginning a few theorists are introduced. Their theories in relation to child development and play are discussed. The theorists are John Dewey, Lev S. Vygotsky, Gregory Bateson and Birgitta Knutsdotter Olofsson. The role of the kindergarten and role of the teacher is considered. Aspects such as joy, caring and the child´s self image are considered. Free play and the importance for children to have enough time to play without their day being overly planned are addressed. A research study indicated that children with more time for free play had better performance in grammar at the age of 7 years than other children. An interview was conducted with Hulda Ólafsdóttir who is an experienced kindergarten teacher, head teacher and was the first to start an open kindergarten in Iceland. The kindergarten is called Vesturberg and is located in Reykjanesbæ. Hulda´s experience of the kindergarten and how the school is run is described. Interviews were conducted with parents of children currently or previously attending Vesturberg on their opinions on the open kindergarten. Two school teachers were interviewed who have taught children coming from both open kindergartens and other kindergartens to hear if they feel there was any difference in the children behavior.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er lokað
Samþykkt: 
  • 23.7.2008
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/1764


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Er opinn leikskóli góður kostur. Forsíða.pdf29.5 kBOpinnForsíðaPDFSkoða/Opna
Er opinn leikskóli góður kostur. Útdráttur.pdf51.4 kBOpinnútdrátturPDFSkoða/Opna
Er opinn leikskóli góður kostur. Heimildaskrá.pdf83.71 kBOpinnHeimildaskráPDFSkoða/Opna
Er opinn leikskóli góður kostur. Lokaritgerð.pdf300.49 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Er opinn leikskóli góður kostur. Efnisyfirlit.pdf55.12 kBOpinnEfnisyfirlitPDFSkoða/Opna