is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17645

Titill: 
  • Um endurupptöku samkvæmt stjórnsýslurétti
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í ritgerð þessari er reynt að afmarka hvaða almennu skilyrði þurfa ávallt að vera til staðar svo beiðni aðila til stjórnvalds geti talist fela í sér beiðni um endurupptöku samkvæmt stjórnsýslurétti. Enn fremur er leitast við að afmarka þau sérstöku skilyrði sem leiða af hinum almennu endurupptökuheimildum stjórnsýsluréttarins og hvort til staðar séu einhverjar almennar takmarkanir á rétti aðila til endurupptöku þrátt fyrir að hin almennu og sérstöku skilyrði endurupptöku séu uppfyllt. Að lokum er vikið að því hvernig stjórnvaldi beri að haga málsmeðferð sinni í kjölfar þess að því berst beiðni um endurupptöku, hvort skilyrði fyrir endurupptöku séu uppfyllt og hvort endurskoða beri ákvörðun stjórnvaldsins. Við þá umfjöllun er meðal annars nauðsynlegt að kanna frekar hverjar endurskoðunarheimildir stjórnvalds séu í kjölfar þess að beiðni um endurupptöku hefur verið samþykkt.
    Helstu niðurstöður ritgerðarinnar eru þær að til þess að um endurupptöku samkvæmt stjórnsýslurétti geti verið að ræða þurfi þrjú skilyrði að vera uppfyllt. Í fyrsta lagi verður að vera til staðar stjórnsýslumál sem lokið hefur verið með stjórnvaldsákvörðun. Í öðru lagi þarf hin nýja meðferð á því máli að vera til meðferðar og úrlausnar hjá sama stjórnvaldi og hafði það til meðferðar upphaflega. Í þriðja lagi þá þarf að koma fram beiðni um endurupptöku frá aðila máls. Skorti á eitthvert af framangreindum almennum skilyrðum myndi það stjórnsýslumál sem hæfist í kjölfar erindis aðila ekki falla í farveg endurupptökumáls.
    Enn fremur að meðferð stjórnvalds á beiðni aðila um endurupptöku skiptist í tvo hluta. Annars vegar rannsókn stjórnvalds á því hvort formskilyrði fyrir endurupptöku stjórnsýslumáls séu uppfyllt, þ.e. hvort hin almennu og sérstöku skilyrði viðeigandi endurupptökuheimild séu uppfyllt. Hins vegar, ef skilyrði fyrir endurupptöku stjórnsýslumáls eru uppfyllt, efnismeðferð stjórnvalds á beiðni aðila, þ.e. heildstæð endurskoðun á öllum þáttum málsins sem leiðir til nýrrar stjórnvaldsákvörðunar, hvort sem sú stjórnvaldsákvörðun er efnislega eins og fyrri ákvörðun stjórnvaldsins eða efnislega breytt.

Samþykkt: 
  • 2.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17645


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MeistararitgerdFinalSkemman.pdf1.24 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna