is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1765

Titill: 
  • Kynjamunur á læsi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Lestur er mikilvægur þáttur í daglegu lífi og nám barna byggist að mestu á því að þau séu læs. Læsi felst ekki eingöngu í því að lesa sér til fróðleiks eða skemmtunar heldur einnig að geta komið efni frá sér á skiljanlegan hátt svo aðrir geti lesið. Hugmyndir um læsi virðast oft felast í færni til að lesa bókmenntir en í síbreytilegu þjóðfélagi þar sem tækninni fleygir hratt fram, er mikilvægt að geta nýtt sér fjölbreyttar gerðir texta bæði prentaðar og á rafrænu formi til skemmtunar og upplýsingaöflunar.
    Í þessari ritgerð er leitað svara við spurningunni: Er kynjamunur á læsi? Til þess að nálgast svarið við þessari spurningu voru nokkrir þættir læsis skoðaðir. Lestrarferli var skoðað út frá þeirri þróun sem á sér stað hjá nemandanum. Lestrarkennsluaðferðir skiptast í ólíka flokka eftir áherslum og voru þrjár mismunandi aðferðir kannaðar. Gerð var grein fyrir lestrarörðugleikum og ýmsar rannsóknir og kannanir sem gerðar eru í skólastarfi voru skoðaðar. Könnun var gerð á viðhorfi kennara til kynjamunar á læsi og í því samhengi var spurningarlisti sendur til kennara.
    Svar okkar við rannsóknarspurningu er að það er kynjamunur á læsi. Rannsóknir sýna að munur virðist vera á heilastarfsemi kynjanna og strákar eru oftar greindir með lestrarörðugleika. Einnig koma strákar verr út í flestum rannsóknum og könnunum á læsi. Ástæðan gæti verið að mismunandi gildi þykja hæfa kynjunum þar sem meira er krafist af stelpum er kemur að námi. Þó kynjamunur sé á læsi ber að huga að hverjum einstaklingi, því innan hvors kynjahóps eru ólíkir einstaklingar. Því ber að virða hvern og einn einstakling því engir tveir eru eins.

Samþykkt: 
  • 23.7.2008
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/1765


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
heild.pdf570.24 kBOpinn"Kynjamunur á læsi"-heildPDFSkoða/Opna