is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17650

Titill: 
  • Hljóðbreytingin ve > vö og aðrar tengdar málbreytingar. Þróun og tilbrigði í síðari alda íslensku og þáttur þeirra í málstöðlun 19. aldar
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Hljóðbreytingin ve > vö kemur upp á 14. öld og felst í því að stutt e kringist á eftir sambandi varamælts samhljóðs og annars samhljóðs, fyrir áhrif frá varamælta hljóðinu. Þessi breyting er dreifð og verður í minnihluta þeirra orða sem uppfylla hljóðkerfisleg skilyrði hennar. Flest orðin sem verða fyrir áhrifum breytingarinnar eru kerfisorð, leidd af eða skyld fornafninu hver en hún verður einnig í nokkrum inntaksorðum, t.d tvefaldur, kvern, hvelpur og hvelfa. Sams konar breyting verður í færeysku á svipuðum tíma en breiðist út til mun fleiri orða en í íslensku.
    Breytingin virðist taka nokkuð langan tíma að breiðast út í íslensku og er jafnvel enn að breiðast út um 1600, en á 16. öld kemur upp breytingin vö > vu á kerfisorðunum. Sú breyting virðist einnig vera lengi að breiðast út miðað við rithátt í rituðum heimildum frá 16-19. öld, sem er yfirleitt með „ö“ eða „ø“ ef ekki er um „e“ að ræða. Nefnt hefur verið að önnur breyting (sem tekur til nafnorðanna sem hefjast á hv-), vö > vo, verði seinna en vö > vu, en öll nákvæm tímasetning er óviss vegna þess að sjaldan er gerður skýr greinarmunur á o og ö í táknun í rituðum heimildum frá þessum tíma, þar sem „o“ stendur oft fyrir ö.
    19. öldin er tími málstöðlunar á Íslandi og tekur hún meðal annars til stafsetningar á kerfisorðunum (en ekki inntaksorðunum, einhverra hluta vegna), sem eru þá rituð í samræmi við hljóðgildi þeirra og (samræmdan) rithátt í fornu máli. Niðurstöður athugana á gögnum úr Lærða skólanum, útgefnum blöðum og persónulegum sendibréfum frá 19. öld og ummælum málfræðirita frá fyrri hluta 20. aldar benda þó eindregið til þess að málstöðlun hafi ekki haft mikil áhrif á framburð þessara orða og hinn ókringdi framburður sem er ríkjandi á 21. öld er að mestu leyti sprottinn úr stafsetningu en ekki beinni málhreinsun, þar sem engar vísbendingar hafa fundist um að barist hafi verið sérstaklega gegn kringdum framburði, þó áhersla hafi verið lögð á fyrningu í rithætti.

Samþykkt: 
  • 2.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17650


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MA-ritgerð - KFS.pdf1.49 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna