is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17663

Titill: 
  • Minnihlutaeign í keppinautum
  • Titill er á óskilgreindu tungumáli Minority shareholdings in competition
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Eins og heiti ritgerðarinnar gefur til kynna er í henni fjallað um kaup fyrirtækja á minnihluta í keppinautum sínum, en almennt má skipta minnihlutaeign upp í þrjá flokka. Undir fyrsta flokkinn heyra kaup á minnihluta í fyrirtæki sem hefur í för með sér yfirráð eiganda minnihlutans, og er þá um samruna að ræða í skilningi samkeppnisréttarins. Í annan flokk falla kaup á minnihluta sem heimila eiganda minnihlutans að hafa ákveðin áhrif á viðkomandi fyrirtæki, þótt ekki sé um samruna sé að ræða. Þriðji flokkurinn tekur síðan til fjárfestinga í minnihluta, sem eru án aukinna réttinda, svo að hlutafjáreigninni fylgja einungis fjárhagsleg réttindi eiganda hennar.
    Efnistök ritgerðarinnar eru á þá leið að í upphafi verður fjallað um hugtakið minnihlutaeign og önnur skyld hugtök í samkeppnisrétti, sem nauðsynlegt þykir að kunna skil á þegar lagt er mat á eignarhluti fyrirtækja í keppinautum. Þar á eftir, eða í 3. kafla ritgerðarinnar, er þeirri spurningu velt upp hvort og þá með hvaða hætti, minnihlutaeign í keppinautum geti skaðað samkeppni. Er niðurstöðum fræðimanna á sviði hagfræði og lögfræði, um samkeppnisleg áhrif minnihlutaeignar í keppinautum, meðal annars gerð ítarleg skil. Í 4.kafla ritgerðarinnar er vikið að því hvernig lagalegri meðferð vegna minnihlutaeignar í keppinautum sé háttað í ESB-rétti. Fjallað verður um þær lagaheimildir sem annars vegar reglugerð ráðsins (EB) nr. 139/2004 um eftirlit með samfylkingum fyrirtækja og hins vegar sáttmálinn um starfshætti Evrópusambandsins veita framkvæmdastjórn Evrópusambandsins þegar um er að ræða samkeppnishamlandi minnihlutaeign í keppinaut. Ákvarðanir framkvæmdastjórnarinnar, og eftir atvikum dómar dómstóla Evrópusambandsins, verða teknir til skoðunar og í kjölfarið lagt mat á það hvort regluverk ESB-réttar sé fullnægjandi til varnar samkeppni í málum sem varða minnihlutaeign í keppinautum. Í 5. kafla er gerð grein fyrir minnihlutaeign í keppinautum í breskum og bandarískum rétti, en ljóst er að þarlendum samkeppnisyfirvöldum er að fullu heimilt að taka slíkar fjárfestingar til skoðunar og grípa til viðeigandi úrræða til varnar samkeppni, sé um að ræða verulega röskun á samkeppni vegna minnihlutaeignar í keppinautum. Í 6. kafla verður loks vikið að minnihlutaeign í keppinautum í íslenskum rétti. Farið verður náið yfir viðeigandi lagaákvæði samkeppnislaga nr. 44/2005 og gerð grein fyrir þeim málum sem meðal annars hafa varðað kaup á minnihluta í keppinautum. Einnig verður lagt mat á það hvort heimildir Samkeppniseftirlitsins til íhlutunar vegna minnihlutaeignar í keppinautum séu rýmri en heimildir framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Loks eru niðurstöður ritgerðarinnar dregnar saman í 7. kafla.

Samþykkt: 
  • 2.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17663


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Erla Guðrún Ingimundardóttir.pdf1.18 MBLokaður til...01.01.2024HeildartextiPDF