is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/17664

Titill: 
  • Skjól í skugga áfalla: Samanburður á skjóli í efnahagshruninu í Eistlandi og á Íslandi með tilliti til Evrópustefnu stjórnvalda
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í kjölfar alþjóðlegu efnahagskreppunnar sem reið yfir haustið 2008 stóðu stjórnvöld í fjölmörgum ríkjum frammi fyrir alvarlegum efnahagsvanda. Í þessari rannsókn var sjónum beint að Íslandi og Eistlandi en ríkin eiga það sameiginlegt að flokkast bæði til smáríkja og bæði urðu illa úti í efnahagshruninu. Stjórnvöld í ríkjunum hafa þó rekið ólíkar Evrópustefnur en Eistland er sem kunnugt er aðili að Evrópusambandinu á meðan Ísland stendur utan sambandsins. Hér var sérstaklega skoðað hvernig þessar ólíku Evrópustefnur höfðu áhrif á það skjól sem ríkin nutu varðandi efnahagshrunið. Meginrannsóknin skiptist þannig í þrennt. Skoðað var hvort Evrópustefnur stjórnvalda höfðu áhrif á skjól til að koma í veg fyrir efnahagshrunið, hvort þær höfðu áhrif á skjól þegar takast þurfti á við efnahagshrunið sjálf og hvort þær höfðu áhrif á það skjól sem ríkin nutu í uppbyggingarferlinu.
    Til að skoða hvort og hvar ríkin nutu skjóls í efnahagshruninu voru gögn frá alþjóðastofnunum skoðuð en einnig gögn frá innlendum aðilum í ríkjunum sjálfum. Helstu niðurstöður benda til þess að Evrópustefnur stjórnvalda í hvorugu ríkinu hafi getað veitt skjól í aðdraganda hrunsins. Þannig hafi aðgangur Íslands og Eistlands að innri mörkuðum Evrópu frekar ýtt undir þenslu en að vernda hagkerfi ríkjanna hættunni á efnahagshruni. Hins vegar varð Evrópustefna stjórnvalda í Eistlandi til þess að ríkið naut skjóls bæði í efnahagshruninu sjálfu og við uppbygginguna eftir það. Stjórnvöld á Íslandi nutu ekki slíks skjóls enda hafa þau kosið að standa utan við Evrópusambandið sjálft.

  • Útdráttur er á ensku

    In the aftermath of the global financial crisis in 2008, governments in a number of states had to face severe economic challenges. In this research Iceland and Estonia were examined since both of those states are considered small states and they were both hit badly by the global economic crisis. However, governments in these states have had very different European policies, Estonia is a part of the European Union while Iceland has chosen to stay on the outside. Here it was particularly examined how these different European policies affected the shelter the states found before, during, and after the economic crisis. The main research is therefore divided into three parts. Did the European policies of the governments affect the shelter to reduce or hinder the crisis before it hit, did they provide a shelter when dealing with the crisis and did they provide shelter when it came to reconstruction after the crisis.
    To analyze the shelter the states found during the crisis data from international institutions were studied as well as data from the states themselves. The main findings indicate that the European policies in neither of the states provided shelter when it came to reducing the risk before the crisis. Both Estonias‘ and Icelands‘ access to the European market increased expansion rather than protecting the eonomies from the risk of crisis. The European policy of the Estonian government however provided shelter both during the crisis itself as well as in the following aftermath. The government in Iceland did not enjoy such shelter since they have chosen to stay outside of the European Union.

Samþykkt: 
  • 2.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17664


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð. Skjól í skugga áfalla.pdf659,66 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna