is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17672

Titill: 
  • Þannig var... Byggðasafn Hafnarfjarðar
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Tilgangur ritgerðar þessar er að varpa ljósi á sögu minjavörslunnar í Hafnarfirði og hvernig Byggðasafn Hafnarfjarðar hefur þróast og þroskast í gegnum tíðina. Strax á upphafsárum safnsins var metnaðurinn mikill en uppvaxtarárin urðu erfið. Þar eru einkum þrjár ástæður, í fyrsta lagi fjármagnsskortur sem meðal annars olli því að safnið fékk hvorki boðlega sýningaaðstöðu né launaðan starfsmann fyrr en tuttugu og einu ári eftir að það var stofnað. Í öðru lagi voru upphafsárin erfið vegna þess að tveir afkastamiklir safnarar höfðu verið í bænum áður en safnið var sett á fót og munasöfn þeirra beggja fóru til Reykjavíkur. Ásbúðarsafn á Þjóðminjasafnið en munasafn Þorbjargar Bergmann varð grunnurinn að Árbæjarsafni. Þessi staðreynd hafði til lengri tíma töluverð áhrif á safnkost byggðasafnsins. Í þriðja lagi voru árum saman uppi mjög metnaðarfullar hugmyndir um uppbyggingu Sjóminjasafns Íslands í Hafnarfirði. Lengi vel var uppbyggingu byggðasafnsins haldið á ís á meðan ráðamenn biðu eftir niðurstöðu í sjóminjasafns-málinu. Þá voru einnig uppi háværar raddir sem töldu rétt að Byggðasafn Hafnarfjarðar ætti að sameinast því safni er það kæmist á fót. Það var hins vegar ekki fyrr en ljóst var orðið að hinar metnaðarfullu hugmyndir um Sjóminjasafn Íslands yrðu ekki að veruleika, uppúr 1990, að hin eiginlega uppbygging og þróun Byggðasafns Hafnarfjarðar hefst fyrir alvöru.

Samþykkt: 
  • 2.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17672


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MA-ritgerd-bjornpetursson.pdf15.88 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna