is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17674

Titill: 
  • Framkvæmd rekstrar- og leigusamninga um íþróttamannvirki í Hafnarfirði. Fjárhagsleg samskipti bæjaryfirvalda og íþróttafélaga
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið rannsóknarinnar er að skoða fjárhagsleg samskipti bæjaryfirvalda og íþróttafélaga í Hafnarfirði. Íþróttafélögin eru frjáls félagasamtök og tilheyra þriðja geiranum, en hann er mikilvægur samstarfsaðili stjórnvalda sem veitandi opinberrar þjónustu. Sjónum verður einkum beint að þjónustusamningum sem bæjarfélagið hefur gert við tvö íþróttafélög, FH og Hauka, um rekstur íþróttamannvirkja í Kaplakrika og að Ásvöllum. Sveitarfélög hafa, rétt eins og ríkisvaldið, í auknum mæli leitast við að fela einkaaðilum og þriðja geiranum að sinna verkefnum sem áður voru í þeirra umsjón. Þau hafa einnig lagt aukna áherslu á notkun margvíslegra stjórntækja til að ná fram markmiðum sínum og eru þjónustusamningar eitt þeirra stjórntækja. Þessi stefnubreyting er afleiðing umbótatilrauna í opinberri stjórnsýslu sem kenndar hafa verið við Nýskipan í ríkisrekstri og náðu útbreiðslu hérlendis á tíunda áratug síðustu aldar en umræddir þjónustusamningar voru gerðir um aldamótin. Í rannsókninni verður undirbúningur samninganna skoðaður, lagt verður mat á reynsluna af framkvæmd þeirra og hversu vel þeir hafa reynst bæjaryfirvöldunum sem stjórntæki.
    Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru þær að þjónustusamningarnir hafi verið gæfuspor fyrir báða samningsaðila, bæjaryfirvöld og íþróttafélögin. Íþróttafélögin hafa reynst vera farsælir rekstraraðilar. Sveigjanleiki þeirra, sem er eitt helsta einkenni þriðja geirans, hefur gert þeim kleift að reka mannvirkin með sóma og þau hafa náð að halda úti fullri starfsemi þrátt fyrir niðurskurð í opinberum framlögum. Með því að tvinna saman störf sjálfboðaliða og rekstur mannvirkjanna hafa þau náð fram aukinni hagkvæmni í rekstri, nokkuð sem sveitarfélagið á erfiðara með sem opinbert stjórnvald. Samningarnir eru þrátt fyrir þetta ekki gallalausir. Þeir eru barn síns tíma og tímabært er að endurskoða þá með tilliti til þess að þeir nýtist bæjaryfirvöldum betur sem stjórntæki.

Athugasemdir: 
  • Skjöl sem tilheyra viðauka fylgja einnig prentuðu eintaki ritgerðarinnar sem varðveitt er í Þjóðarbókhlöðu.
Samþykkt: 
  • 2.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17674


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Helgi Freyr Kristinsson.pdf1.23 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Helgi Freyr Kristinsson - forsíða með fylgiskjölum.pdf4.81 kBOpinnForsíðaPDFSkoða/Opna
Helgi Freyr Kristinsson - Fylgiskjöl.pdf2.76 MBLokaður til...01.01.2024FylgiskjölPDF