en English is Íslenska

Thesis (Master's)

University of Iceland > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/17677

Title: 
 • Title is in Icelandic Um samspil íþrótta og lögfræði. Tengsl reglusetningar í hópíþróttum við landslög, Evrópulöggjöf og alþjóðalög
 • Sports and the law. The interaction of sports regulation and domestic, European and international law
Degree: 
 • Master's
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Umfjöllunarefni þessarar ritgerðar er samspil íþrótta og lögfræði sem er viðfangsefni þess réttarsviðs sem nefnist Íþróttaréttur. Staða íþróttaréttar í fræðikerfi íslenskrar lögfræði er ekki augljós en í öðrum Evrópuríkjum og einnig í Bandaríkjunum er réttarsviðið almennt viðurkennt. Þróun íþróttaréttar hefur verið mikil undanfarin ár og áhugi samfélagsins á réttarstöðu íþróttafólks fer ört vaxandi. Í upphafi ritgerðarinnar er umfjöllun um uppbyggingu íþróttahreyfingarinnar og úrlausnir ágreiningsmála í alþjóðlegum, evrópskum og íslenskum íþróttarétti en sérstök umfjöllum er um takmarkanir á rétti til að bera ágreiningsmál, sem upp koma á milli aðila innan íþróttahreyfingarinnar, undir almenna dómstóla. Ýmsar aðrar takmarkanir virðast jafnframt eiga sér stað. Hlutgengi og þátttökuréttur einstakra leikmanna er ekki fortakslaus og geta ákveðnar takmarkanir verið á því í lögum og reglugerðum íþróttasambanda. Slíkar takmarkanir kunna að vera mismunandi eftir þjóðerni leikmanna en þannig reglur eru umdeildar og koma oft upp álitamál vegna þeirra, sem bæði Evrópudómstóllinn og framkvæmdastjórn ESB hafa fjallað um.
  Í ritgerðinni er jafnframt fjallað um leikmannasamninga og staðalákvæði í þeim sem hugsanlega veikja réttarstöðu leikmanna en á þeim hvílir yfirleitt skylda á grundvelli reglugerðarákvæða íþróttasambanda til að nota slíka staðalsamninga. Sú umfjöllun fléttast saman við þær heimildir sem leikmenn hafa til að leita réttar síns vegna vanefnda á samningum ásamt þeirri takmörkun sem fylgir félagaskiptum í íþróttum. Að lokum eru hugleiðingar um það hvort að rétturinn til að stunda íþróttir hafi stöðu með öðrum mannréttindum. Í því sambandi er álitamál hversu langt skylda aðila á sviði einkaréttar nær til að virða mannréttindi og stuðla að framfylgni þeirra. Í síðasta kaflanum er einnig fjallað um tjáningarfrelsi í íslenskri knattspyrnu. Það hefur lengi tíðkast að viðurlögum sé beitt gagnvart leikmönnum og þjálfurum vegna ummæla sem viðhöfð eru á opinberum vettvangi, hvort sem þau eru látin falla í fjölmiðlum eða á samskiptamiðlum.
  Með því að skoða samspilið á milli íþrótta og lögfræði er óhjákvæmilegt að rekast á það misræmi sem er á milli regluverks íþróttasambanda og landsréttar, Evrópulöggjafar og alþjóðalaga. Slíkt misræmi er sérstaklega áberandi á milli Evrópuréttar og þess regluverks sem gildandi er í knattspyrnu. Sérstök áhersla er því lögð á reglur og álitaefni á sviði knattspyrnu sem er fjölmennasta og langstærsta keppnisíþrótt í heimi en jafnframt er fjallað um reglur á sviði handknattleiks og körfuknattleiks.

Accepted: 
 • May 2, 2014
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/17677


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Tanja Tómasdóttir.pdf3.07 MBLocked Until...2030/06/01HeildartextiPDF